Það er ekki bara útlitið eða persónuleikinn sem heillar hitti kynið handabandið hefur stór áhrif á konur. Í rannsókn á vegum Columbia-háskólans sem gerð var á 5.000 manns í Tromsø í Noregi kom í ljós að konur voru líklegri til að giftast mönnum sem tóku í hendur fólks með ákveðnum hætti.
Indenpendent greinir frá rannsókninni þar sem karlmenn með góðan kraft í höndunum voru líklegri til þess að vera kvæntir en þeir sem voru með veiklulegt handtak. Fólk eldra en 59 ára var skoðað og handtak þeirra metið með tæki þar sem fólk kreisti gúmmíblöðru.
„Niðurstöður okkar gefa í skyn að konur velji frekar maka sem sýna styrk og þrótt þegar þær giftast,“ sagði Vegard Skirbekk prófessor við Columbia Ageing Centre og höfundur rannsóknarinnar.
Hjónabönd eru sögð hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks og það sama má segja um það fólk sem tekur ákveðið í hönd annarrar manneskju. Styrkur grips er líka hægt að nota til þess að meta áhættu á hjartaáfalli eða heilablóðfalli. Einnig hefur verið sýnt fram á að fólk með kröftugt grip eigi auðvelt með að leysa úr vandamálum, sé með gott minni og viðbragðstíma.