Af hverju setur þú þig ekki í fyrsta sæti?

Þegar að þú setur þig í fyrsta sætið þá muntu …
Þegar að þú setur þig í fyrsta sætið þá muntu brosa meira og geta gefið meira af þér til annarra. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þær kröf­ur sem gerðar eru til okk­ar í sam­fé­lag­inu í dag eru allskon­ar. Við eig­um helst að vinna full­an vinnu­dag. Hugsa um börn­in, for­eldra og vera til staðar fyr­ir þá sem þurfa aðstoð. Halda hús­inu hreinu, elda holl­an og góðan mat. Rækta lík­ama og sál í það minnsta nokkr­um sinn­um í viku. Koma börn­un­um í tóm­stund­ir og svo mætti lengi áfram telja.

Í þessu kapp­hlaupi við tím­ann eru marg­ir orðnir þreytt­ir. Svo þreytt­ir að þeir fara hálfsof­andi í gegn­um dag­inn. Þeir setja bara í fyrsta gír á morgn­ana og par­kera lík­am­an­um ekki fyrr en all­ir eru sofnaðir seint á kvöld­in. Þá er rúmið sá griðarstaður sem fólk fær aldrei nóg af.

Til að geta notið lífs­ins og orðið ást­fang­in af líf­inu og öðru fólki er nauðsyn­legt að þú elsk­ir þig. Það ætti í raun að vera mantra þín yfir dag­inn. Ekki síst vegna þess að um leið og við erum vel nærð og ánægð, þá fyrst höf­um við eitt­hvað að gefa öðrum.

Eft­ir­far­andi eru fimm atriði eru að finna á Mind­Bo­dyGreen um mál­efnið. 

Þegar þú setur þig í fyrsta sætið þá verður þú …
Þegar þú set­ur þig í fyrsta sætið þá verður þú betri fé­lags­skap­ur fyr­ir sjálf­an þig og aðra. Ljós­mynd/​Thinkstockp­hotos

1. Vinn­an þín get­ur beðið

Þegar að þú set­ur þig í fyrsta sætið, þá verður þú miklu betri starfs­kraft­ur til lengri tíma litið. Þú verður ánægðari, meira skap­andi og mun fljót­ari að fram­kvæma hlut­ina. Þegar þú set­ur ekki mörk í vinn­unni, þá hætt­ir fólk að bera virðingu fyr­ir þér og þínu fram­lagi. Það get­ur oft verið auðveld leið að sitja bara við tölv­una fram á kvöld og reyna að kom­ast yfir öll verk­efn­in. En vittu til, þau safn­ast sam­an á þínu skrif­borði á mikl­um hraða ef þú tek­ur ekki sam­tal um vinnu­álag og fram­lag. Það að fá góðan næt­ur­svefn er einnig mik­il­vægt í þessu sam­hengi. Að gefa sér tíma til að biðja og hug­leiða fyr­ir og eft­ir dag­inn ger­ir þér kleift að stíga bet­ur inn í það hlut­verk að vera þú. Yf­ir­maður þinn kann að meta bet­ur jafn­an góðan vinnu­hraða, hrein­skilni og skýr mörk held­ur en ef þú vinn­ur all­an sól­ar­hring­inn í ákveðinn tíma og upp­lif­ir svo kuln­un eða óánægju sem brýst út í gremju seinna.

2. Heilsa þín geng­ur fyr­ir

Þegar þú set­ur þig í fyrsta sætið þá verður heils­an betri. Þessi punkt­ur veg­ur þungt í líf­inu. Til að hjálpa þér að tengja við þenn­an punkt hugsaðu þér þá viku eða tíma­bil þar sem þú hef­ur keyrt þig út í vinnu. Við höf­um öll upp­lifað slíka tíma. Síðan þegar við ætl­um að byggja upp ork­una aft­ur þá legst maður í veik­indi.

Málið er nefni­lega að ef þú set­ur þig ekki í fyrsta sætið, þá ger­ir lík­am­inn þinn það fyr­ir þig. Streita og skort­ur á svefni veik­ir lík­amann og ónæmis­kerfið sem ger­ir þig viðkvæm­ari fyr­ir allskon­ar veik­ind­um. Ekki taka áhætt­una á því. 

3. Per­sónu­leg sam­bönd þín munu blómstra

Þegar þú set­ur þig í fyrsta sætið munu öll sam­skipti þín við aðra blómstra. Hvort held­ur sem að um ræðir maka, börn eða vinnu­fé­laga.

Þegar við setj­um okk­ur í fyrsta sætið þá gef­um við fólk­inu í kring­um okk­ur rými til að gera hið sama. Í öðru lagi þá erum við miklu skemmti­legri þegar við erum út­hvíld, ró­leg og vel nærð. Það er allt í lagi þó að maki þinn sakni þín eina kvöld­stund af því þú þarft að fara í jóga, vilt fara í göngu­túr eða fara í bað. Þegar þú tek­ur tíma fyr­ir þig, þá byrja þeir sem elska þig að kunna að meta þig bet­ur. Það er aldrei gott að vera til staðar fyr­ir fólk alltaf, þá kann það ekki að meta hvað við höf­um fram að færa. Eins höf­um við oft svo lítið fram að færa þegar við erum út­keyrð og þreytt. 

4. Fjöl­skylda og vin­ir munu njóta góðs af

Þegar þú set­ur þig í fyrsta sætið þá ertu orðin fyr­ir­mynd fyr­ir börn­in þín og fjöl­skyldu um hvernig maður hugs­ar vel um sig.

Málið er nefni­lega að þeir sem þekkja okk­ur best þeir skynja þegar við erum þreytt og pirruð og vana­lega þá taka þau því per­sónu­lega og mis­skilja okk­ur.

Jafn­vel þó að fólkið okk­ar sjái aðeins minna af okk­ur þá fá þau meiri gæðastund­ir með okk­ur þegar við höf­um orku og gleði að gefa öðrum.

Þú hef­ur meira að gefa og kem­ur með skemmti­leg ný inn­legg þar sem þú veist hver þú ert, hverju þú stend­ur fyr­ir og kem­ur með þína orku inn í sam­ræðurn­ar.

5. Þú byrj­ar að brosa meira

Þegar þú set­ur þig í fyrsta sætið verður þú ánægðari og bros­ir meira. Í raun ætt­um við öll að setja okk­ur það mark­mið að vera eins ham­ingju­söm og við get­um á hverj­um degi. Ekki vera með sam­visku­bit yfir því að líða vel. Ekki ótt­ast að elska þig. Ef við ger­um það ekki, þá mynd­ast tóm­leika­til­finn­ing inn í okk­ur og við mun­um reyna að fylla í það með fólki, hlut­um eða jafn­vel áfengi eða mat. Ef þú ert full­ur/​full af kær­leika, get­ur þú mætt öðrum með ást og kær­leika og bros á vör. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda