10 Lífsreglur Virginia Satir

Virginia Satir var fræðimaður og ráðgjafi á undan sinni samtíð. …
Virginia Satir var fræðimaður og ráðgjafi á undan sinni samtíð. Hennar köllun í lífinu var að rannsaka og aðstoða fjölskyldur. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Virginia Satir tileinkaði líf sitt fjölskyldum. Hún hefur oft verið kölluð móðir fjölskylduráðgjafar. Hún var rannsakandi, ráðgjafi og rithöfundur sem hafði einstök áhrif á það sem margir telja vera það mikilvægasta í lífinu, fjölskyldur.

Hér er haldið áfram að skoða lífsreglur þeirra sem hafa haft áhrif á heiminn með hugmyndum sínum og lífsskoðunum.

Satir var uppi á fyrri hluta síðustu aldar en lífsgildin hennar eiga við í dag jafnmikið og á árum áður. Lífsreglur hennar eru:

Einstaklingar

„Hver einasti einstaklingur er góður í eðli sínu og hefur jákvæðan lífskraft í kjarna sínum. Allir hafa það sem þarf til að takast á við áskoranir í lífinu, þótt sumir hafi ekki enn þá fundið leið að þessari hæfni innra með sér.“

Unglingar

„Unglingar eru ekki hræðilegir eða erfiðir. Þeir eru einungis ungt fólk sem er að læra lifa af í heimi fullorðinna. Sumir fullorðnir hafa ekki náð tökum á þessari hæfni.

Mér finnst að unglingaskeiðið hafi verið vel nýtt ef einstaklingurinn getur farið inn í fullorðinsárin með sterka sjálfsmynd. Ef þeir geta tengst öðru fólki. Tjáð sig heiðarlega, tekið ábyrgð og áhættu með ákveðna hluti á fullorðinsárum.

Unglingatímabilinu lýkur við upphaf fullorðinsáranna. Það sem hefur ekki lærst á þeim tíma mun lærast á fullorðinsaldri.

Sjálfsvirðing

„Sjálfsvirðing getur orðið til og vaxið í umhverfi þar sem munur á milli einstaklinga er metinn, mistök eru liðin, samskipti eru opin og reglur eru sveigjanlegar – í umhverfi sem finnst í nærandi fjölskyldum. 

Hvert einasta orð, svipbrigði og hegðun sem foreldri gefur barni sínu sem viðbragð við hegðun þess, er skilaboð þess um virði barnsins. Sagt er að margir foreldrar átti sig ekki á hvaða skilaboð þeir gefa börnum sínum.“

Faðmlag

„Við þurfum 4 faðmlög til að lifa af á dag. Við þurfum 8 faðmlög til að efla okkur til góðra verka. Við þurfum 12 faðmlög á dag til að vaxa og dafna.“

Fjölskyldumeðferð

„Fjölskyldumeðferð ætti að beina sjónum sínum að heilsu, möguleikum og von en ekki sjúkdómum eða vandamálum. Þess vegna ætti meðferðin að finna leið að lífsins orku fyrir náttúrulega heilun, að kenna fjölskyldunni að heila sig sjálfa og líta á áskoranir sem tækifæri fyrir hvern einasta aðila hennar að verða heill aftur.

Þess vegna kenni ég fólki eftirfarandi:

Ég vil elska án þess að halda, kunna að meta án þess að dæma, vera með öðrum án þess að fara yfir mörk, gefa án þess að heimta til baka, fara án þess að vera með samviskubit, gagnrýna án þess að dæma, hjálpa án þess að móðga. Ef hver og einn getur gefið þetta, hjálpumst við að við að vaxa og þroskast.“

Nærandi fjölskylda

„Í nærandi fjölskyldu, sjá foreldrarnir sig sem hvetjandi leiðtoga, ekki skipandi yfirmenn. Þeir sjá hlutverk sitt fyrst og fremst í því að vera mannlegir í öllum aðstæðum. Þeir veita börnum sínum aðgang að því sem miður fer sem og því sem vel gengur. Þeir veita innsýn inn í sársauka, reiði og vonbrigði að jafn miklu mæli og gleði. Hegðun þessara foreldra er í samræmi við það sem þeir segja.

Til að skilja hvernig heimurinn virkar er nauðsynlegt að skilja fjölskylduna. Fjölskyldan er í raun örmynd af heiminum. Málefni eins og hver stjórnar, nálægð, sjálfstæði, traust og hæfni til samskipta eru hlutir sem liggja að grunni þess hvernig við lifum í þessum heimi. Ef þú vilt breyta heiminum, byrjaðu þá á því að breyta þér og hafa jákvæð áhrif á fjölskylduna þína.

Að vinna úr fortíðinni

„Það sem hangir yfir foreldrum frá æsku, það sem er óunnið eða erfið reynsla sem hefur áhrif á foreldrið í dag, hefur oft og tíðum áhrif á það sem órökrétt í því hvernig foreldrar hugsa um börnin sín.“

Vandamál

„Vandamál eru ekki vandamálið, heldur hvernig við fáumst við vandamálin. Viðbrögð okkar við hlutum eru mikilvægari en það sem við lendum í.

Kínverskt tákn fyrir vandamál (crisis) eru tvö tákn, annað þýðir hætta og hitt tækifæri. Þetta er góð áminning þess að við getum valið að líta á vandamál sem tækifæri eða neikvæða upplifun.“

Breytingar

„Ég veit að fólk getur breyst. Ég hef fundið slíkt allt inn að beini, í gegnum frumurnar mínar og alla vefi líkamans. Spurningin er bara hvernig og í hvaða samhengi. 

Til þess að einstaklingar innan fjölskyldu geti breyst og þroskast, lært og vaxið þarf hver og einn að finna sinn karakter. Enginn er eins þótt hann tilheyri sömu fjölskyldunni. Lífið er til að læra af því og hver einasta áskorun gefur fjölskyldum tækifæri á að vaxa og dafna saman.

Frelsi

„Við búum við fimm tegundir af frelsi í lífinu. Frelsið til að sjá og heyra hvernig hlutirnir raunverulega eru. Frelsi til að segja hvernig þér líður og hvað þú ert að hugsa. Frelsi til að fara í gegnum þær tilfinningar sem koma upp. Frelsi til að biðja um það sem þú vilt í þessu lífi. Frelsi til að taka áhættur með þinn hluta í lífinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda