Ég hata enn þá viðhaldið

Íslensk kona hatar konuna sem maðurinn hennar hélt við.
Íslensk kona hatar konuna sem maðurinn hennar hélt við. mbl.is/Thinkstockphotos

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem á mann sem hélt við konu um tíma. 

Sæll, ég er í sam­bandi með manni. Um tíma var sam­band okk­ar mjög slæmt og hann meðal ann­ars fór að halda við aðra konu. Það er allt sam­an löngu búið og sam­bandið okk­ar mun betra í dag, en það sem stend­ur mér og okk­ur helst fyr­ir þrif­um í dag er viðhaldið. Ég hata hana og allt sem henni teng­ist, ég skil ekki hvernig fólk get­ur um­geng­ist hana eft­ir henn­ar track record, á einu ári hélt hún við að minnsta kosti 3 gifta menn. Samt eru henn­ar vin­ir ekki fólk sem ég er í nein­um tengsl­um við. Ég er ekki of­beld­is­full að eðlis­fari en þegar ég sé hana hugsa ég ekki fal­lega til henn­ar. Hún er langt frá því að vera góður kven­kost­ur; hún er eigna­laus, barn­laus, ómenntuð og toll­ir illa í vinnu þrátt fyr­ir að það séu ein­föld verka­manna­störf. Fjöl­skyld­an henn­ar hef­ur snúið baki við henni en það var mamma henn­ar sem sagði mér frá sam­bandi þeirra. Ég þoli ekki að ég gefi henni pláss í huga mín­um, hvernig losna ég við hana?

Kveðja, H

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

 

Góðan dag­inn og takk fyr­ir að senda þessa spurn­ingu.

Þetta er frá­bært verk­efni til að vinna úr og í raun klass­ískt að upp­lifa þess­ar til­finn­ing­ar ef ekki hef­ur verið unnið úr mál­inu. Ég ætla að gefa þér nokkr­ar hug­leiðing­ar sem gætu ýtt þér af stað, þó að sum­ar séu virki­lega pirr­andi.

Í fyrsta lagi er al­gengt að við vörp­um til­finn­ing­um okk­ar þangað sem það hent­ar okk­ur og verðum til dæm­is reið við ein­hvern ann­an en þann sem reiðin ætti að bein­ast að. Í þessu til­viki lang­ar mig að skora á þig að skoða af hverju þú ert reið út í þessa konu. Töl­um tæpitungu­laust. Er það ekki maður­inn þinn sem hélt við hana? Hann ber al­farið ábyrgð á því gagn­vart ykk­ar tengsl­um, ekki þessi kona. Þess­ari konu er full­frjálst að gera það sem hún vill þó svo að við get­um verið sam­mála um að það sé slæmt siðferði að taka þátt í fram­hjá­haldi. Það er því ekki við hana að sak­ast að maður­inn þinn ákvað að halda við hana. Þú get­ur hug­leitt all­an dag­inn hversu slæm­ur kven­kost­ur hún er en það mun ekk­ert breyta henni. Eins og ég nefndi í upp­hafi þá eru þess­ar ábend­ing­ar svo­lítið pirr­andi en stund­um er það nauðsyn­legt til þess að kippa hug­an­um upp úr far­inu sem hann er í. Ef þú hug­leiðir þetta aðeins lengra, þá er spurn­ing hvort þú ert reið yfir því að maður­inn þinn hafi samt valið að vera með þess­ari konu, þó að hún sé eins og hún er. Ef við för­um lengra með þessa hug­leiðingu, þá kem­ur gjarn­an í ljós að raun­veru­leg ástæða fyr­ir gremj­unni í svona mál­um er oft­ar en ekki að þolend­ur í fram­hjá­haldi eru mjög ósátt­ir við að hafa sætt sig við að taka sam­an við ger­and­ann, þrátt fyr­ir óheiðarleik­ann. Þolend­urn­ir upp­lifa skömm yfir því að hafa látið það viðgang­ast, finnst þeim jafn­vel hafa brugðist eig­in gild­um og eru áminnt­ir um það í hvert sinn sem þeir hitta ein­hvern, sjá eitt­hvað, heyra eitt­hvað eða skynja eitt­hvað sem minn­ir á fram­hjá­haldið. Þetta get­ur viðhaldið gremj­unni. Þegar við erum kom­in með sterka þörf fyr­ir að dæma aðra, rakka þá niður og finna þeim allt til foráttu, þá er það yf­ir­leitt okk­ar eig­in sjálfs­virðing sem er særð og við reyn­um að minnka sárs­auk­ann með því að finna að öðrum. Eins og þú finn­ur þá hjálp­ar það ekk­ert og okk­ur líður bara verr. Eng­ar áhyggj­ur, við lend­um flest í þess­ari gryfju, það er mjög skilj­an­legt en reynsl­an sýn­ir að það skil­ar okk­ur vondri líðan.

Um dag­inn rakst ég á eft­ir­far­andi orð: „Forgi­ve ot­h­ers, not because they deser­ve fogi­veness, but because you deser­ve peace“ eða „Fyr­ir­gefðu öðrum, ekki af því þeir eigi skilið fyr­ir­gefn­ing­una, held­ur vegna þess að þú átt skilið að öðlast frið.“ Þetta á vel við í þessu til­viki. Þú ert búin að hugsa illa til kon­unn­ar og dæma hana en út­kom­an er eins og hún er. Þá er hinn mögu­leik­inn, að fyr­ir­gefa og losa þannig um þessa fyr­ir­stöðu sem til­hugs­un­in um hana er að valda þér. Þetta heit­ir að vera stærri en þess­ar aðstæður, stærri en þessi hegðun þeirra og treystu því svo bara að hún þurfi að tak­ast á við sig og sín­ar ákv­arðanir í líf­inu, rétt eins og við hin. Að lok­um mæli ég svo með því að þú tal­ir við ráðgjafa sem get­ur hjálpað þér að rýna í hvar til­finn­ing­arn­ar þínar liggja, koma þeim í rétt­an far­veg og finna sátt við þig í því sem þú ert að gera í líf­inu.

Gangi þér allt í hag­inn!

Með bestu kveðju – Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda