Hættir ekki að halda fram hjá

Konan segist bara vera náin mönnum sem henni er sama …
Konan segist bara vera náin mönnum sem henni er sama um. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég hef átt hræðilegt samband við fjölskyldu mína alla ævi og treyst á karlmenn varðandi stuðning og hlýju. Ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi og sagði sjálfri mér að það hefði ekki skipt neinu. Afleiðingin af því er sú að ég hef verið að halda fram hjá kærasta mínum, með því minni ég sjálfa mig á að kynferðisleg nánd hefur enga þýðingu lengur. Ég hef meira að segja strippað á klúbbi til þess að líða eins og ég hafi stjórn. Núna finnst mér eins og ég geti bara verið náin mönnum sem mér er sama um. Tilfinningin er ekki rétt á meðan ég er með manni sem ég elska svo mikið. Ég veit að það sem ég er að gera er rangt. Gerðu það, hjálpaðu mér,“ skrifar kona sem er veit ekki hvernig hún á að vinna úr erfiðri reynslu og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn segir hana skilja ástæðu hegðunar sinnar, hins vegar fylgi breytingar í átt að hamingju ekki alltaf góðri sjálfsþekkingu. 

„Jafnvel með þessa þekkingu heldur þú áfram að hegða þér á hátt sem lætur þig finna fyrir sektarkennd og sorg, á meðan þú vonast eftir annarri útkomu. Breyting er líklegri til að eiga sér stað hjá fólki sem hegðar sér á ákveðinn hátt eftir áföll þegar það tekst á við sársaukann og vinnur í sjálfu sér. Það gæti tekið tíma en að takast á við sársaukann og að vinna sig í gegnum djúpar tilfinningar gæti losað þig úr þessu mynstri. En engar meðferðir munu breyta því að einkvæni er erfitt. Skuldbinding er erfið. Allt fólk sem er kynferðislega lifandi í samfélagi okkar manna á erfitt með þetta eilífðarverkefni.“

Ljósmynd/Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál