Enska leikkonan Joan Collins er enginn nýgræðingur þegar kemur að hjónaböndum. Hún er 86 ára á árinu og er nú í sínu fimmta hjónabandi.
Collins hefur svo sannarlega lært af mistökum sínum í gegnum fjögur hjónabönd og segir af þeirri ástæðu að hún sé hinn fullkomni hjónabandsráðgjafi. Hún hefur nú verið gift sama manninum, Percy Gibson, í 17 ár, en hann er 32 árum yngri en hún.
Ekki flýta ykkur
Collins og eiginmaður hennar Gibson voru fyrst vinir í 9 mánuði áður en samband þeirra varð rómantískt. „Hann er sálufélagi minn og það ættu allir að stefna að því,“ segir Collins.
Eigið ykkar eigin rými
Það er mjög mikilvægt að mati Collins að hjón eigi sitt eigið rými ef þau búa saman. Hún á sitt eigið baðherbergi og fataherbergi. Rýmið hans Gibsons er skrifstofan hans, en hann á líka sér baðherbergi.
Viðurkennið að þið eruð ekki eins
„Munið alltaf að þið eruð hvor sinn einstaklingurinn, sama hversu sammála um hlutina þið getið verið,“ segir Collins. Hún segir það vera styrkleika að vera ekki nákvæmlega eins og að hjón geti nýtt sér það til framdráttar.
Sækist eftir sjálfstæði
Collins segir það vera eftirsóknarvert að vera sjálfstæður, bæði hjá körlum og konum. Hún segir að hjón sem geta deilt völdum snurðulaust séu ósigrandi.
Ekki sofna reið við hvort annað
Það er eðlilegt að rífast stöku sinnum en Collins segir það vera mikilvægt að fara ekki að sofa fyrr en þið eruð búin að útkljá málin.
Metið litlu hlutina að verðleikum
Sama hversu smávægilegir hlutirnir eru, eins og að færa hvort öðru kaffi í rúmið, munið að vera þakklát fyrir þá.
Verið góð við hvort annað
Það er eðlilegt að stríða hvort öðru stöku sinnum, en á sama tíma verður að passa sig að fara ekki yfir línuna. Ekki reyna að móðga maka þinn eða særa hann.
Vertu góð/ur við fjölskyldu þeirra og vini
Tengdafjölskyldan getur verið erfið oft og tíðum. Það er þó mikilvægt að gagnrýna hana ekki heldur reyna að sjá það góða.
Stattu við bakið á maka þínum
Collins segir það vera lykilinn að hamingjusömu hjónabandi að standa alltaf við bakið á maka sínum. „Ef maki þinn er reiður við fjölskylduna sína, ekki grafa undan honum/henni. Þú getur alltaf beðið hann eða hana um að fyrirgefa og gleyma seinna, en vertu alltaf sammála makanum til að byrja með,“ segir Collins.
Segið „ég elska þig“
Það mikilvægasta af öllu segir Collins er að koma ástinni í orð, eins oft og þið getið.