Ekki segja þetta við einhleypa

Fólk ætti ekki að vera að gefa einhleypum óþarfa ráð.
Fólk ætti ekki að vera að gefa einhleypum óþarfa ráð. mbl.is/Getty images

Stund­um get­ur verið óþolandi að vera eini ein­stak­ling­ur­inn í vina­hópn­um sem er ekki á föstu. Fólk þarf ekki að vera í sam­bandi til að vera ham­ingju­samt og það þarf alls ekki að láta fólk í sam­bandi segja sér hvernig það á að vera ham­ingju­samt eða hvernig það á að ná sér í maka eins og farið er vel yfir á vef Women's Health

„Þú þarft að elska þig fyrst“

Fólk sem er á föstu elsk­ar sig ekki endi­lega meira en þeir sem eru á lausu. Við erum öll ófull­kom­in og búum yfir ein­hvers kon­ar mis­brest­um.

„Þú ert of vand­lát/​ur“

Þótt ein­stak­ling­ur sé á lausu og vilji bara eitt­hvað ákveðið þýðir það ekki að sá ein­stak­ling­ur sé of vand­lát­ur. Það er auk þess mjög mik­il­vægt að velja sér maka mjög vel. 

„Klukk­an tif­ar“

Það vilja ekki all­ar kon­ur börn og ef þær vilja börn hjálp­ar ekki að minna þær á að frjó­sem­in fari minnk­andi með aldr­in­um. 

„Hann/​hún er þarna ein­hvers staðar úti“

Kannski er mann­eskj­an þarna úti en hvernig veist þú það? Kannski er ein­hleypi vin­ur þinn líka bara mjög ham­ingju­sam­ur með lífið eins og það er akkúrat núna. 

„Þú ætt­ir...“

Það þarf ekki að segja ein­hleypu fólki enda­laust hvernig það á að vera aðlaðandi, hvernig það á að fara á stefnu­mót og með hverj­um. Þess­ar upp­lýs­ing­ar hjálpa ekki mörg­um. Vin­ir í sam­bönd­um ættu að bíða með að gefa ráð þangað til sá ein­hleypi biður um þau. 

„Leyfðu mér að kynna þig fyr­ir...“

Um þetta gild­ir sama regl­an. Bíddu eft­ir að ein­hleypi vin­ur þinn biðji um að vera kynnt­ur fyr­ir ein­hverj­um. Þótt þú eig­ir tvo vini sem eru ein­hleyp­ir þýðir það ekki að þeir eigi vel sam­an. 

Fólk í samböndum er ekki endilega hamingjusamara en þeir einhleypu.
Fólk í sam­bönd­um er ekki endi­lega ham­ingju­sam­ara en þeir ein­hleypu. mbl.is/​Thinkstockp­hotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda