Arianna Huffington stofnandi The Huffington Post er ein þeirra sem minnir reglulega á hvað er mikilvægt að læra af því sem gerst hefur í fortíðinni. Hún segir mistök og það að fá höfnun vera hluta af lífinu, í raun leiðina í átt að tilganginum.
Það er ákaflega hressandi að fá þessa áminningu frá persónu sem hefur gengið vel í lífinu. Því stundum líður fólki eins og enginn annar finni til þessa stundina, enginn annar að missa vinnuna, vini eða jafnvel maka.
Huffington hefur hins vegar sagt að eitt af því besta sem hún hefur lent í er að lenda í ástarsorg sem gerði það að verkum að hún flutti á milli staða og seinna stofnaði þann fjölmiðil sem hún nú stjórnar.
Hún segir velgengni eins og ísjaka. Að það séu fáeinir í lífinu okkar sem sjá alla myndina. Allar hindranirnar sem við höfum þurft að fara í gegnum, vonbrigðin, vinnuna sem liggur að baki, í raun og veru litróf tilfinninganna.
Sífellt fleiri leiðtogar eru að stíga fram og sýna fólki alla myndina. Hvað það þýðir að vera persóna í þessu lífi, fólk með öðru fólki, fullkomlega ófullkominn eins og það heitir á góðri íslenskri tungu.
Það sem hver og ein persóna gengur í gegnum skilgreinir hana ekki, heldur hvernig hún vinnur úr málunum, hvaða veg hún ákveður að feta og viðhorfið sem hún tileinkar sér á leiðinni.