„Lífið er eins og ísjaki“

Arianna Huffington er ein af þeim sem hefur náð miklum …
Arianna Huffington er ein af þeim sem hefur náð miklum árangri í lífinu, en er opin með að lífið sé margs konar og verkefni lífsins verði á vegi allra. mbl.is/AFP

Arianna Huffington stofnandi The Huffington Post er ein þeirra sem minnir reglulega á hvað er mikilvægt að læra af því sem gerst hefur í fortíðinni. Hún segir mistök og það að fá höfnun vera hluta af lífinu, í raun leiðina í átt að tilganginum. 

Það er ákaflega hressandi að fá þessa áminningu frá persónu sem hefur gengið vel í lífinu. Því stundum líður fólki eins og enginn annar finni til þessa stundina, enginn annar að missa vinnuna, vini eða jafnvel maka. 

Huffington hefur hins vegar sagt að eitt af því besta sem hún hefur lent í er að lenda í ástarsorg sem gerði það að verkum að hún flutti á milli staða og seinna stofnaði þann fjölmiðil sem hún nú stjórnar. 

Hún segir velgengni eins og ísjaka. Að það séu fáeinir í lífinu okkar sem sjá alla myndina. Allar hindranirnar sem við höfum þurft að fara í gegnum, vonbrigðin, vinnuna sem liggur að baki, í raun og veru litróf tilfinninganna. 

Sífellt fleiri leiðtogar eru að stíga fram og sýna fólki alla myndina. Hvað það þýðir að vera persóna í þessu lífi, fólk með öðru fólki, fullkomlega ófullkominn eins og það heitir á góðri íslenskri tungu. 

Það sem hver og ein persóna gengur í gegnum skilgreinir hana ekki, heldur hvernig hún vinnur úr málunum, hvaða veg hún ákveður að feta og viðhorfið sem hún tileinkar sér á leiðinni. 

View this post on Instagram

Tag the people in your life who see your whole iceberg! Love the analogy that when you see someone's success — you’re only seeing the tip of the iceberg. You aren't seeing the work they put in, the failures that happened first, and what they learned from them (or as my mother would say: the stepping stones on the way to success) and the inevitable daily setbacks. I saw @sarablakely post this illustration and was equally as struck by what the artist, @sylviaduckworth commented on Sara's post, as I was by the art itself: "I find it fascinating that this image resonates with people in so many different contexts. If I were to re-draw this image, I would make the bottom of the iceberg even bigger!"

A post shared by Arianna Huffington (@ariannahuff) on Jul 16, 2019 at 10:05am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda