Aðstandendur oft ráðþrota þegar kemur að spilafíkn

Alma Haf­steins­dótt­ir, fíkni- og fjöl­skyldu­markþjálfi, sér­hæf­ir sig í spilafíkn. Hún svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurningu frá móður drengs sem stundar fjárhættuspil. 

Sæl Alma 

Mig langar að bera undir þig og fá ráðleggingar varðandi fjármál sonar okkar. Hann hefur verið að stunda fjárhættuspil og er all nokkuð síðan hann varð algjörlega stjórnlaus og hefur algjörlega misst tökin. Við fjölskyldan þekkum fíknisjúkdóma nokkuð vel. Maðurinn minn er alkahólisti og hefur verið edrú núna í að verða 25 ár. Ég tel mig skilja fíkn og hvernig hún virkar en það sem ég á erfiðast með er að hann er marg ítrekað búin að lofa okkur að standa í skilum og greiða af því sem við höfum hjálpað honum að eignast. Hann á íbúð og bíl sem hvíla á lán og við erum alltaf að fara yfir með honum að tala við okkur en ekki taka þessi smálán. Ég verð mjög reið við hann þegar svo kemur trekk í trekk í ljós að lánin eru komin í vanskil og hann byrjaður að spila aftur. Ég skil ekki að hann geti ekki bara greitt þetta og spilað svo fyrir það sem hann er aflögufær með nú eða spilað einhverja leiki sem ekki kosta svona mikið. Við getum ekki endalaust verið að borga fyrir hann og það sem ég hef áhyggjur af er að hvort við séum í raun að gera honum meiri skaða með því að aðstoða hann eða hvort við verðum bara að halda áfram og vona að hann átti sig á hvers konar vandræði hann er að skapa sér?

Kveðja E

 

Alma Hafsteinsdóttir fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi leggur áherslu á spilafíkn.
Alma Hafsteinsdóttir fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi leggur áherslu á spilafíkn.

 

Sæl E

Ég skil mjög vel gremju þína gagnvart syni þínum þar sem þið leggið ykkur fram við að aðstoða hann. Vandinn er að þið eruð ekki að eiga við einstakling sem er óábyrgur í fjármálum. Oft lýsir spilafíkn sér þannig að viðkomandi sé bara óábyrgur og óáreiðanlegur og fyrstu einkenni eru oftar en ekki fjárhagserfiðleikar. Margir byrja einmitt að leysa úr fjárhagserfiðleikum og halda að þar með sé vandinn leystur. Aðstandendur standa oftar en ekki algjörlega ráðþrota og vanmáttugir frammi fyrir spilafíkn. Þið eruð svo sannarlega ekki ein í þessari stöðu. Það sem verður að gerast fyrst er að hjálpa syni þínum að sjá og viðurkenna að hann sé spilafíkill. Þið getið bent honum á að taka sjálfsprófið (https://www.spilavandi.is/sjalfsprof ). Ef hann er tilbúinn að leita sér aðstoðar myndi ég benda honum á að fara á GA fund og hægt er að sjá allar upplýsingar um þau hér http://www.gasamtokin.is/.

Hvað ykkur varðar þá myndi ég ráðleggja ykkur að byrja á þessu áður en þið aðstoðið hann meira fjárhagslega því að reynslan er sú að þið verðið að ráðast á rót vandans sem er spilafíkn. Ef þið ekki gerið það þá eru allar líkur á að þetta endurtaki sig. Einnig myndi ég ráðleggja ykkur að afla ykkur upplýsinga um spilafíkn því það gagnast ekkert að reiðast, þó svo ég skilji þig og ykkur mjög vel. Reiði og gremja eru ekki að fara að aðstoða neitt og reiðast honum hjálpar honum ekki heldur. Þið getið hjálpað honum án þess að það valdi ykkur vanlíðan. Með því að vinna með meðvirkni sem flestar ef ekki allar fjölskyldur þjást af sem eiga börn eða einhvern nákominn sem haldinn er fíknisjúkdómi þá öðlist þið getu og hæfni til að takast á við fíkniástandið á mun heilbrigðari og eðlilegri hátt og þar með auka  lífsgæði ykkar og hans í leiðinni. Ég mæli eindregið með að þið kynnið ykkur fjölskyldunámskeiðin sem eru haldinn reglulega og eru sérsniðinn fyrir aðstandendur spilafíkla. Þú getur lesið þig til um fjölskyldunámskeiðin hér: https://www.spilavandi.is/adstandendur
Ég óska ykkur góðs gengis. 

Kær kveðja, 

Alma Hafsteinsdóttir ráðgjafi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Ölmu spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda