Beggi Ólafs: Plöntufæði bætir heilsuna

Knattspyrnumaðurinn Beggi Ólafs segir mikilvægt að finna tilgang með lífinu.
Knattspyrnumaðurinn Beggi Ólafs segir mikilvægt að finna tilgang með lífinu. Ljósmynd/Aðsend

Knatt­spyrnumaður­inn Berg­sveinn Ólafs­son, eða Beggi Ólafs eins og hann vill láta kalla sig, er veg­an og seg­ir eina mestu áskor­un­ina við að breyta mat­ar­ræðinu vera viðbrögð fólks við því hvað maður borðar. Hann seg­ir til­gang með líf­inu og fólk ætti að finna sinn til­gang og gefa eitt­hvað áfram til næsta manns.

Beggi er með það að mark­miði að hafa já­kvæð áhrif á fólk og vil breyta því hvernig það horf­ir á sjálf­an sig og heim­inn all­an. Hann er með leiðir til að aðstoða fólk í þessu sam­hengi og fær fólk reglu­lega til sín þar sem hann not­ast við þjálf­un­arsál­fræði. Beggi starfar sem fyr­ir­les­ari, knatt­spyrnumaður og er í meist­ara­námi í sál­fræði. 

„Ég fæ ein­stak­linga til mín í þjálf­un­arsál­fræði þar sem þau vinna að fjöl­breytt­um verk­efn­um við sjálf­an sig og lífið. Tíma­bilið í fót­bolt­an­um var að klár­ast svo ég er að njóta þess að fara á æf­ing­ar þegar ég vil og að gera eitt­hvað nýtt. Að mínu mati er alltaf gott að taka smá pásu frá fót­bolt­an­um þó svo hann sé frá­bær.“

Hvað get­ur þú sagt okk­ur frá nám­inu sem þú ert í? 

„Ég er í masters­námi í hag­nýtri já­kvæðari sál­fræði og þjálf­un­arsál­fræði. Næst á dag­skrá í nám­inu er að fara nota þjálf­un­arsál­fræðina inn í fyr­ir­tækj­um og að gera rann­sókn um til­gang í líf­inu (me­an­ing in life). Þess á milli sé ég um hlaðvarpið Milli­veg­inn og er dug­leg­ur við að deila mín­um pæl­ing­um um lífið á In­sta­gram og sem blogg­ari á Trend­net. Sjálf­ur er ég dug­leg­ur að njóta lífs­ins og efla tengsl­in við þá sem eru mér nán­ast­ir.“

Viðbrögð og álit fólks áskor­un

Það vita marg­ir að Beggi er veg­an og því for­vitni­legt að vita hvernig mat­ar­ræðið fer sam­an við íþrótt­irn­ar?

„Það kem­ur kannski fólki á óvart en plöntu­fæði fer mjög vel sama við íþrótt­ir. Plöntu­fæði hef­ur t.d. góð áhrif á end­ur­heimt sem er einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í íþrótt­um í dag. Ef þú ert hraðar að jafna þig eft­ir æf­ing­ar, þá get­urðu æft að meiri krafti dag­inn eft­ir og færð meira út úr æf­ing­um. Þú get­ur rétt ímyndað þér hversu mik­il áhrif það get­ur haft á ár­ang­ur í íþrótt­um til lengri tíma.“

Hvað var það flókn­asta við að hætta að borða kjöt?

„Það er tvennt. Í fyrsta lagi eru það breyt­ing­ar. All­ar breyt­ing­ar eru erfiðar. Það er smá vinna að átta sig á hvað maður þarf að borða, hvað manni finnst gott og hvað hent­ar manni að borða. Þetta er eins og með all­ar já­kvæðar venj­ur sem maður tem­ur sér. Þær eru erfiðar til að byrja með en verða svo að sjálf­sögðum hlut.

Í öðru lagi, sem er miklu flókn­ara en að vita hvað maður á að borða eru viðbrögð og álit annarra. Fólki líður stund­um eins og það sé per­sónu­leg árás þegar maður hætt­ir að borða kjöt því það stang­ast á við þeirra trú og viðhorf. Þau koma því með spurn­inga­flóð og mis­góð rök sem styðja við það að borða kjöt. Ég skil það samt vel þar sem ég var einu sinni þarna meg­in við borðið. Þegar ég hef verið spurður í gegn­um tíðina reyni ég að svara sam­visku-sam­lega og fræða í staðinn fyr­ir að blóta þeim fyr­ir að borða kjöt.“

Beggi er mikið fyrir knattspyrnu og hreyfingu almennt.
Beggi er mikið fyr­ir knatt­spyrnu og hreyf­ingu al­mennt. mbl.is/​skjá­skot In­sta­gram

Borðar nán­ast eng­an viðbætt­an syk­ur

Af hverju tókstu þessa ákvörðun að breyta mat­ar­ræðinu?

„Ég vildi gera allt til þess að ná meiri ár­angri í fót­bolt­an­um. Allstaðar þar sem ég las var sagt að plöntu­fæði gæti gert góða hluti fyr­ir frammistöðu í íþrótt­um. Ég ákvað því að prófa það í einn mánuð en hef ekki snúið til baka síðan.

Ég segi bet­ur frá þess­ari ákvörðun á Veg­an Heilsu ráðstefn­unni þar sem ég verð með er­indi sem ber yf­ir­skrift­ina: Íþróttamaður­inn sem ætlaði aldrei að hætta borða kjöt. Ráðstefn­an er næsta miðviku­dag og all­ur ágóðinn af ráðstefn­unni fer til Ljóss­ins, sem er end­ur­hæf­ing­ar­stöð fyr­ir fólk sem hef­ur fengið krabba­mein. Ráðstefn­an er fyr­ir alla þá sem vilja fræðast um áhrif plöntu­fæðis á heils­una.“

Hvaða áhrif á lík­amann hef­ur það að færa sig yfir í plöntu­fæði?

„Það eru marg­ir góðir ávinn­ing­ar en það fer al­gjör­lega eft­ir hvaða plöntu­fæði þú borðar og hversu mikið af því. Ef þú borðar fjöl­breytt og óunnið plöntu­fæði ertu í nokkuð góðum mál­um. Plöntu­fæði get­ur aukið blóðflæði í lík­am­an­um, minnkað bólg­ur, hamlað frek­ar skemmd á vöðvum eft­ir æf­ing­ar, haft góð áhrif á blóðþrýst­ing­inn, húðina, blóðsyk­ur­inn og lík­amsþyngd. Ég þyngd­ist reynd­ar fyrst þegar ég byrjaði að borða plöntu­fæði en það var út af því að ég hélt ég þyrfti að borða svo mikið.“

Ertu í frá­haldi frá ein­hverju öðru, sem dæmi sykri?

„Já. Ég borða nán­ast eng­an unn­in/​viðbætt­an syk­ur. Þar að auki reyni ég að halda mig frá ein­föld­um kol­vetn­um eins og brauði og pasta því mér finnst það fara illa í skrokk­inn á mér.

Ég myndi segja að ég borði 90% óunna plöntu­fæðu. Óunnið þýðir að það sé ekki búið að taka neitt gott úr fæðunni og ekki bæta neinu sem þarf ekki að vera í henni við. Græn­meti, ávext­ir, hnet­ur, baun­ir og fræ er uppistaðan í minni fæðu.“

Fast­ar til há­deg­is

Get­ur þú gefið mér upp­skrift að því hvað þú borðar yfir dag­inn?

„Ég fasta til há­deg­is. Þar tek­ur við líter af græn­um hrær­ing. Um tvö leitið bý ég mér annaðhvort til eitt­hvað að borða eins og baun­ir, tofu, chia­graut, hafra­graut eða það sem er til heima eða ég fer eitt­hvert að fá mér að borða eins og Gló, Spíruna eða Local. Um kvöldið eld­um við kær­asta eitt­hvað gott eins og t.d. Curry, mex­ikó skál, tofu sal­at og margt annað fleira.“

Beggi borðar hollan mat og reynir að sneyða framhjá sykri …
Beggi borðar holl­an mat og reyn­ir að sneyða fram­hjá sykri og hveiti. mbl.is/​skjá­skot In­sta­gram

Af hverju ætti fólk að skoða að verða veg­an?

„Það eru þrjár ástæður af hverju fólk tem­ur sér plöntu­fæði. Sú fyrsta er til að bæta heils­una og að koma í veg fyr­ir lífstíls­sjúk­dóma. Það má rekja 2/​3 af öll­um dauðsföll­um til lífstíls­sjúk­dóma og mataræði er einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn til þess að koma í veg fyr­ir þá. Plöntu­fæði er talið geta komið í veg fyr­ir og snúið við ýms­um lífstíls­sjúk­dóm­um eins og krabba­meini, syk­ur­sýki og hjarta og æðasjúkómum. Önnur ástæða teng­ist um­hverf­is­sjón­ar­miðum. En ein bestu áhrif sem þú get­ur haft á um­hverfið í dag er að hætta að borða kjöt. Það þarf 15000 lítra af vatni til þess að búa til 1 kíló af kjöti en ein­ung­is 287 lítr­ar í kart­öfl­ur og við gæt­um nán­ast bara lifað á kart­öfl­um. Síðasta ástæðan er siðferðis­leg. Það er til þess að koma í veg fyr­ir þján­ingu dýra. Iðnaður­inn bakvið það að ein­stak­ling­ar geti borðað kjöt er viðbjóðsleg­ur og flest okk­ar lít­um meðvitað blint fram­hjá hon­um. Það myndu fáir borða kjöt ef þeir þyrftu að slátra því sjálf.“

Hver eru skrítn­ustu um­mæli sem þú hef­ur fengið tengt mat­ar­ræði þínu?

„Það eru nokk­ur stór­skemmti­leg um­mæli sem ég hef fengið í gegn­um tíðina en ætli mitt upp­á­halds sé ekki þegar ég var að ríf­ast við einn vel val­inn á fót­bolta­vell­in­um og hann sagði: Farðu og éttu gras græn­met­isæt­an þín.“

Mat­ar­ræði er sam­eig­in­legt vanda­mál mann­kyns­ins

Erum við of mikið að spá í hvað aðrir borða?

 „Nei það held ég ekki. Við þurf­um að spá í því. Mataræði er sam­eig­in­legt vanda­mál mann­kyns­ins. Vond heilsa kost­ar heil­brigðis­kerfið og hvað þú borðar hef­ur mik­il áhrif á um­hverfið, sem er ein af helstu áskor­un­um okk­ar og kom­andi kyn­slóðar.

Við þurf­um að borða og get­um ekki kom­ist af án mat­ar. Mat­ur er risa­stór þátt­ur í líf­inu og eitt­hvað sem við ger­um öll 2-6 sinn­um á dag. Í dag deyja fleiri úr offitu en vannær­ingu. Það er ágæt­is vís­bend­ing um að það sé ekki allt með feldu hvað varðar mat og mat­ar­venj­ur í heim­in­um. Það er aug­ljóst mál að marg­ir eiga í vand­ræðum með mat­ar­venj­ur og borða alltof óholt. Að mínu mati erum við siðferðis­lega skyldug til að gera allt í okk­ar valdi til að gera heim­inn að betri stað í dag held­ur en hann var í gær. Hvernig ger­ir maður það? Maður byrj­ar á sjálf­um sér að mínu mati. Það sem við ger­um dag­lega hef­ur miklu meiri áhrif held­ur en við höld­um. Við erum öll tengd. Við eig­um að vinna sam­an en ekki á móti hvoru öðru. Öll skref eru já­kvæð. Lít­il skref verða að stór­um breyt­ing­um.“

Hvernig not­arðu sál­fræðina í dag­legu lífi?

„Á ansi marga vegu. Ég vinn mikið við hana með fyr­ir­lestr­um og svo fæ ég fólk til mín í þjálf­un­arsál­fræði. Ég nota hana í að hjálpa öðrum, þekkja sjálf­an mig bet­ur, að efla tengsl­in í kring­um mig og að bæta sjálf­an mig í líf­inu.“ 

Beggi Ólafs er jákvæður og sífellt í þróun.
Beggi Ólafs er já­kvæður og sí­fellt í þróun. mbl.is/​skjá­skot In­sta­gram

Ef þú gæt­ir breytt ein­hverju einu í ver­öld­inni hverju væri það?

„Góð spurn­ing. Ég held ég myndi vilja losna við helstu áskor­un okk­ar og kom­andi kyn­slóða hvað varðar um­hverfið. Ég myndi vilja finna lausn á um­hverf­is­mál­um sem all­ir myndu stökkva beint á og þar með losna við það mikla og krefj­andi vanda­mál.“

Hvaða merk­ingu hef­ur sál­fræðin í þínum huga?

„Fyrsta sem kom upp í mín­um huga er að sál­fræði er fjöl­breytt, vís­inda­leg verk­færak­ista sem hjálp­ar fólki að breyta sér til betri veg­ar í líf­inu með því að hegða sér á ann­an máta, horfa öðru­vísi á sjálf­an sig og ná betri stjórn á til­finn­ing­un­um sín­um.“

Lífið er fá­rán­lega erfitt en líka frá­bært

Hvað er það erfiðasta sem þú hef­ur farið í gegn­um í líf­inu?

„Ég hef verið mjög hepp­inn, ef svo má segja,að ég hef ekki lent í mikl­um erfiðleik­um í líf­inu. Ég hef misst nána fjöl­skyldumeðlimi eins og flest­ir aðrir en ég hef ekki lent í neinu sem splundr­ar mér og minni sýn á lífið. Ég veit samt að ég á eft­ir að lenda í mörg­um erfiðleik­um í framtíðinni þar sem þeir eru óumflýj­an­leg­ur fylgi­fisk­ur lífs­ins.

Ég hef hins­veg­ar átt við erfiðar hugs­an­ir og pæl­ing­ar um lífið sjálft. Ein þeirra teng­ist til­gang í líf­inu sem ef­laust marg­ir tengja við. Ég hef þurft að hugsa um hvort það sé eitt­hver til­gang­ur með líf­inu mínu. Hvort þetta sé virki­lega allt sem lífið hef­ur upp á að bjóða, hvort það sé þess virði að lifa því og af hverju ég ætti að vera verja því í það sem ég sé að gera.“

Hvað kenndi verk­efnið þér um fólk al­mennt og um­hverfið?

„Til­gang­ur í líf­inu er eitt­hvað sem snert­ir okk­ur öll og er risa­stór þátt­ur í and­legri heilsu. Það þurfa mjög marg­ir að fást við þá erfiðu spurn­ingu hvaða til­gang lífið þeirra þjóni.

Það kenndi mér að það er mik­ill til­gang­ur með líf­inu. Lífið er fá­rán­lega erfitt en líka frá­bært. Lífið er æv­in­týri. Stund­um þarf maður að opna aug­un og minna sig á góðu eig­in­leika til­ver­unn­ar. Það er fullt gott við hana en margt hund­erfitt og öm­ur­legt.

Að hjálpa öðru fólki gef­ur mér mest­an til­gang í líf­inu og ég finn mik­inn til­gang í að gera mig að betri ein­stak­ling í dag held­ur en ég var í gær.

Við þurf­um sér­stak­lega að hlúa að okk­ar yngra fólki og hjálpa þeim að átta sig á sín­um til­gangi í líf­inu. Það er al­gjört lyk­il­atriði til að for­vinna and­lega erfiðleika. Við þurf­um að hjálpa þeim að þekkja sjálf­an sig og átta sig á hvað þau vilja gera í líf­inu. Þau þurfa vera í um­hverfi þar sem þau fá að prófa skapa það sem vek­ur upp hjá þeim áhuga. Þau þurfa að taka ábyrgð á sínu lífi og að sýna mikið hug­rekki. Það er krefj­andi að tak­ast á við breyt­ing­ar og að vera trúr sjálf­um sér í sam­fé­lag­inu í dag.“

Venj­ur í kring­um mat brenglaðar hjá mörg­um

Af hverju vald­ir þú þér sál­fræði?

„Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á fólki og vildi vinna við að hjálpa fólki í framtíðinni. Ég sé ekki eft­ir þeirri ákvörðun í dag þar sem að hjálpa öðrum að efl­ast í líf­inu gef­ur mér mik­inn til­gang í líf­inu.“

Í viðtali við sér­fræðing sem rek­ur MFM miðstöðina kom fram að allt að 30% Íslend­inga séu að kljást við matarfíkn og stór hluti lands­manna séu að berj­ast við yfirþyngt. Tel­ur þú að veg­an fæði gæti aðstoðað með þessa áskor­un?

„Mér finnst þetta áhuga­vert en ég átta mig á að þetta er mjög flók­inn vandi. Það þarf að taka margt annað inn í mynd­ina líka. Hegðun, hugs­un og venj­ur í kring­um mat eru brenglaðar hjá mörg­um og hafa virki­lega slæm áhrif á líf margra. Það þarf að taka til í öðrum þátt­um held­ur en bara að temja sér plöntu­fæði.

Óunnið plöntu­fæði get­ur hins­veg­ar haft góð áhrif á lík­amsþyngd ein­stak­linga og það eru marg­ar magnaðar sög­ur af fólki þarna úti sem hef­ur náð rosa­leg­um ár­angri við að temja sér plöntu­fæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda