Getur iðnaðarmaður sent reikning tveimur árum eftir framkvæmdir?

Íslenskur maður er reiður yfir því að hafa fengið reikning …
Íslenskur maður er reiður yfir því að hafa fengið reikning sem hann segist ekki vilja borga. Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem býr í fjölbýlishúsi og er ósáttur.  

Sæll Sævar, 

ég bý í nýlega reistu fjölbýlishúsi. Nú vorum við að fá reikning fyrir framkvæmdum sem unnar voru vorið 2018. Við héldum þá að byggingaraðili hússins hefði greitt fyrir þessar framkvæmdir. Hússjóður á ekki fyrir honum og því mun hann deilast á íbúðaeigendur.

Ég var að velta fyrir mér hvort það væri löglegt hjá iðnaðarmanni að koma svona seint með reikning? Því nú eru fjölmargir íbúar búnir að selja og nýir komnir í staðinn frá því að framlvæmdirnar voru gerðar. Þessir nýju íbúðaeigendur eru skiljanlega ósáttir með að eiga að greiða fyrir nærri 2 ára gamlar framkvæmdir.

Kveðja, T.

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll, T.

Í fjöleignarhúsum eru ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir teknar á húsfundum. Þegar um er að ræða framkvæmdir er varða sameign húss án samþykkis húsfundar er eigendum óheimilt  að ráðast í framkvæmdir nema sérstakar undantekningar eigi við.  Kostnaður skiptist svo almennt á eigendur eftir hlutfallstölum eignarhluta. Í lögum um fjöleignarhús er jafnframt svo mælt að við sölu eignar sem lögin taka til,  s.s. fjölbýlishús, ber seljanda m.a. að kynna kaupanda sérstakar samþykktir húsfélagsins ef um þær er að ræða, reikninga húsfélagsins og stöðu og framlög eignarhlutans gagnvart því og hússjóði þess. Skal seljandi jafnan, ef því verður við komið, afla og leggja fram vottorð eða yfirlýsingu frá húsfélaginu um ofangreind atriði sem að því snúa. Ef um er að ræða hús í byggingu ber seljanda einnig að gera grein fyrir áföllnum byggingarkostnaði og áætlun um endanlegan byggingarkostnað. Fari salan fram með milligöngu löggilts fasteignasala hvíla framangreindur skyldur á herðum hans.

Nákvæmar upplýsingar um greiðslustöðu hússjóðs, væntanlegar framkvæmdir o.fl., sbr. framangreint, kunna að skipta kaupanda verulegu máli. Því er afar mikilvægt að framangreindar upplýsingar liggi fyrir og séu kaupanda kunnugar áður en kaup eiga sér stað.

Hvað varðar kröfu iðnaðarmannsins ber að geta þess að almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda er fjögur ár. Krafan er þ.a.l. ekki fyrnd og getur hann sóst eftir því að fá hana greidda.  Kröfuhafi getur þó með tómlæti sínu tapað rétti til að krefjast greiðslu kröfunnar.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda