Hversu mikla peninga má gefa börnunum?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem veltir fyrir sér peningagjöfum til barna. 

Sæll.

Í framhaldi af lífsgjafaspurningunni langar mig að vita hvort sé eitthvert hámark á upphæð á ári. Ef ég vil til dæmis gefa barni eða börnum ákveðna upphæð á mánuði hversu há má sú upphæð vera án þess að þurfa að greiða skatt, sem nota bene er búið að greiða skatt af?

Með fyrirframþökkum, 

B

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl,

í 7. gr. laga um tekjuskatt er svo mælt að skattskyldar tekjur í skilningi laganna séu hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem aðila hlotnast og verða metin til peningaverðs. Það skiptir ekki máli hvaðan þær koma eða í hvaða formi þær eru. Með hliðsjón af framangreindu er ljóst að tekjuhugtak laganna er ansi víðtækt. Í dæmaskyni um skattskyldar tekjur má nefna verðlaun, vinninga í happdrætti og veðmáli, beinar gjafir í peningum eða öðrum verðmætum, þar með talin afhending slíkra verðmæta í hendur nákominna ættingja, nema um fyrirframgreiðslu upp í arf sé að ræða. Undantekningin er þó venjulegar tækifærisgjafir, t.d. afmælis- og brúðkaupsgjafir, svo fremi sem verðmæti þeirra sé ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir.

Í stuttu máli er því sú gjöf eða gjafir sem þú vísar til skattskyldar nema þær teljist til eðlilegra tækifærisgjafa. Ekki er að finna neina skráða ótvíræða reglu á hámarki slíkrar gjafar er kveður á um hvort hún sé skattskyld eða ekki.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda