Notkun stefnumótaforrita hefur aukist ört á síðustu mánuðum í kjölfar kórónuveiruheimsfaraldursins. Ekki er lengur hægt að kynnast nýju fólki á barnum eða í sundi og því rökrétt að leita að ástinni á stefnumótaforritum á borð við Tinder.
Tinder hefur meira að segja brugðið á það ráð að bjóða notendum sínum upp á að kanna markaði langt út fyrir landsteinana og því getur fólk valið að sjá fólk hvaðanæva úr heiminum.
Smartland er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og hefur kannað markaðinn á Tinder á Íslandi. Þar má finna leikara, tónlistarmenn, lögfræðinga og allt það sem hugurinn girnist.
Samfélagsmiðlastjarnan Brynjólfur Löve er kominn á Tinder eftir sambandsslitin. Binni eins og hann er kallaður var í sambandi með leikkonunni Kristínu Pétursdóttur og eiga þau saman einn son. Binni sér um markaðsmál hjá auglýsingastofunni Kiwi.
Leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson er með reikning á Tinder. Júlí Heiðar gerði allt vitlaust með laginu sínu Blautt dansgólf árið 2010 en hann hefur einnig tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. Júlí Heiðar er leikari að mennt og starfar hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann á eitt barn úr fyrra sambandi.
Leikarann Jörund Ragnarsson má finna á Tinder en hann sló nýverið í gegn í leikritinu Sex í sveit. Jörundur er leikari að mennt og kannast eflaust margir við hann sem Daníel úr Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni.
Fransk-íslenski leikarinn Tómas Lemarquis er á Tinder. Hann er kannski hvað þekktastur úr kvikmyndinni Nóa albínóa en hann hefur einig farið með hlutverk í hollywoodkvikmyndum á borð við Blade Runner 2049 og X-Men: Apocalypse.
Þorvaldur Þór Þorvaldsson eða Doddi í Reiðmönnum vindanna hefur slegið í gegn í Heima með helga í samkomubanninu. Hann er að finna á Tinder.