Skipulag sem virkar!

Gunna Stella heilsumarkþjálfi.
Gunna Stella heilsumarkþjálfi.

„Barnið: „Af hverju ég?“ Af hverju ekki hann? „Ég þarf alltaf að gera allt!“

Foreldri: „Er sanngjarnt að ég geri allt?“ „Er ég einhver þjónn á þessu heimili?“

Hefur þú heyrt þessar setningar frá börnunum þínum eða svarað á þennan hátt? 

Það að halda heimili er teymisvinna. Heimilið á að vera griðastaður sem öllum líður vel á. Ég vil að börnunum mínum líði vel heima og ég vil líka að okkur fullorðna fólkinu líði vel heima hjá okkur. Mér finnst mjög gott að hafa snyrtilegt heimili og líður betur þegar hlutir eiga sinn stað og ég geti sest á gólfið eða gert armbeygjur án þess að hendurnar á mér verði mjög skítugar,“ skrifar Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli:

Við erum misjafnlega mörg á heimilinu, oftast fleiri en í meðalheimili. Það fer eftir því hvort börnin eru með vini hjá sér eða hvort það séu ættingjar í heimsókn. Það getur tekið meira á að halda heimilinu snyrtilegu eftir því sem fjölgar en með því að passa upp á magn hluta (þótt það sé kannski erfiðara eftir því sem fólki fjölgar) og passa upp á að allir hjálpist að þá verður heimilishaldið auðveldara og öllum líður betur. 

Ég hef prufukeyrt hin ýmsu skipulög þegar kemur að þrifum og heimilishaldi. Sumt virkar bara alls ekki. Sumt hefur virkað í nokkrar vikur og annað í nokkra mánuði. Það er mjög mikilvægt að vera vakandi yfir því hvað má betur fara og hvernig fjölskyldan getur unnið betur saman. 

Það er góð regla sem gildir þegar kemur að þessu eins og öðrum samskiptum. Reglan er sú að tala um hvers við væntum við fólkið okkar. 

Í samkomubanninu kom ég upp með skipulag fyrir fjölskylduna sem var þannig að hver og einn var byrjaður á sinni rútínu (vinna/skóli) kl. 9:00. Allir sinntu því til kl. 11:00 og þá var leiktími. Klukkan 12 borðuðum við hádegismat saman og eftir það unnu allir húsverk við hæfi. Eftir það var lestrarstund og skjátími. Þetta plan hentaði vel þangað til börnin voru farin að týnast í skóla eitt af öðru. Þá þurfti að koma upp með nýtt plan. Undanfarnar vikur höfum við haft á prógramminu svokölluð „fimmtudagsþrif“. Ég prenta út skjal með verkefnum sem þarf að vinna, heimilisfólk velur sér verkefni og er markmiðið að heimilið sé orðið hreint og fínt fyrir helgina. Allir geta hjálpast að, sama á hvaða aldri þau eru. Sá yngsti sem er 4 ára vinnur yfirleitt verkefni með 7 ára bróður sínum. Þeir þurrka af eldhússtólunum, þurrka af sófanum í stofunni og laga til í herberginu sínu. Mikilvægast er að allir fái verkefni við hæfi og þeim sé kennt að vinna það vel. 

Heimilisþrif eru mikilvægur hlekkur í því að heimilið sé griðastaður án þess þó að þrifin gangi út í öfgar. Það eru ekki bara heimilisþrifin sem gera heimilið að griðastað heldur er það líka tilfinningin sem þú upplifir þegar þú kemur heim. 

Hvernig líður þér heima hjá þér?

Hvað getur þú gert til þess að skapa notalegt andrúmsloft heima hjá þér? Tónlist, ilmerkti, ilmolíur, inniplöntur, afskorin blóm, bökunarilmur. Þetta er samansafn hluta sem ég skilgreini sem „notalegt“. 

Ég hvet þig eindregið til þess að setjast niður með fjölskyldu þinni. Þú sem foreldri ert leiðtogi í þinni fjölskyldu. Þitt hlutverk er að leiða börnin þín áfram og vera fyrirmynd í orði og verki. Þú hefur ótrúlega mikil áhrif á gleðistuðulinn á heimilinu. Ef þú ert í vondu skapi getur það haft áhrif á líðan allra. Ég hef fundið það á mínu heimili að það er betra að tala um hluti sem mega betur fara áður en þeir verða að stórum snjóbolta. Ég þarf alltaf að vera að endurskoða hlutverkaskipan, heimilishald og annað sem fylgir stóru heimili. Sumt virkar og sumt ekki og það er allt í lagi. Það sem mestu máli skiptir er að við sem fjölskylda stöndum saman, sýnum hvort öðru kærleika og séum fús til að fyrirgefa og biðjast fyrirgefningar. 

Gangi þér sem allra best að finna skipulag sem hentar þér og þínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda