„Þekki ekki manninn eftir þrjá mánuði“

Það er mjög nauðsynlegt að kynnast fólki vel áður en …
Það er mjög nauðsynlegt að kynnast fólki vel áður en stofnað er til sambands. mbl.is/Colourbox

Elínrós Líndal ráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem verður vanalega ástfangin af mönnum sem breytast mikið á þriðja mánuði í sambandi við hana. 

Sæl. 

Ég hef verið ein í 9 ár og hef verið að prófa mig áfram þegar kemur að stefnumótum. Það gengur ekki vel. Ég hef prófað nokkur sambönd, en það er eins og eitthvað gerist á þriðja mánuði og ég þekki ekki manninn lengur!  Ég verð ástfangnari með tímanum en þeir fara bara að vinna meira, að sinna áhugamálum og í raun öllu öðru en sambandinu og mér. 

Þeir eiga samt erfitt með að sleppa tökunum á sambandinu og vilja halda áfram, en í mikilli fjarlægð. 

Mig langar ekki á Tinder, því mér finnst það algjör kjötmarkaður. 

Áttu einhver góð ráð fyrir mig? Eru allar konur að lenda í þessu kannski?

Kveðja, X

Elínrós Líndal ráðgjafi svarar lesendum Smartlands.
Elínrós Líndal ráðgjafi svarar lesendum Smartlands. mbl.is/Saga Sig

Sæl. 

Mér sýnist þú vera nokkuð viss um hvað þú vilt ekki og mig langar að hrósa þér fyrir það. Því ég trúi því að ef þú segir nógu oft nei, við því sem þig langar ekki að gera, þá koma til þín hlutir sem þig langar. 

Það sem virkar best í aðstæðunum sem þú ert í, er að vera með jákvætt viðhorf til þess að þú munir finna einstakling sem er með sömu gildi og lífskoðanir og þú ert með. Sem er tilbúinn í náin heilbrigð tengsl með þér. Málið er nefnilega að það eru ekki allar konur að lenda í þessu sama. 

En já ég er með skothelt ráð fyrir þig. Farðu á allt að fimmtán stefnumót með þeim aðila sem þú ert að spá í að fara í samband með. 

Hér er góður leiðarvísir að skoða:

Stefnumót 1-4 (4 vikur)

  • Tala saman í síma 2 x í viku
  • Ekki tala um fyrri sambönd
  • Knúsa eða kyssa á kinn
  • Ekki hafa stefnumótin of stórtæk
  • Tala um áhugamál, gildi og fleira. 

Stefnumót 5 - 8 (4 vikur)

  • Franskir kossar
  • Tala í síma 4-5 sinnum í viku í mesta lagi
  • Heimsækja hvort annað 
  • Fara á stefnumót sem mega kosta aðeins meira
  • Tala um persónuleika og reynslu (innan heilbrigðra marka)

Stefnumót 9 - 15 (4 vikur)

  • Hætta að hitta annað fólk sem gæti verið aðilar sem þig langar í samband með
  • Ræða (innan heilbrigðra marka) reynslu ykkar
  • Semja um samband
  • Æfa ykkur í nánd
  • Gista hjá hvort öðru (ætti að vera jafnt)
  • Fara í stutt ferðalög saman
  • Stunda kynlíf

Ég get fullvissað þig um að það eru fáir aðilar sem eru virkir í forðun sem ráða við það að hitta og kynnast manneskju áður en þeir stofna til sambands. Virk forðun einkennist af því að karlmenn eru mjög góðir í að tæla konur. Segja réttu hlutina og eru til staðar með því að taka óeðlilega mikla ábyrgð í byrjun. Síðan fá þeir köfnunartilfinningu og fara. 

Það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir þig að vita að samband við aðila í forðun er kerfi sem byggir ekki á því að forðarinn sé aðalatriðið í sambandinu. Til að samband eigi sér stað þá þarf aðili að taka á móti forðaranum sem er með óörugg geðtengs. Aðili sem er með óskýr mörk og fær einhverskonar andlega vakningu við áhuga frá öðru fólki. Þeir eru mjög oft fastir í hugmyndum sínum um hinn fullkomna maka sem mun koma að bjarga þeim frá tómleikanum og einmannaleikanum sem þeir finna innra með sér. 

Þeir sem eru aldir upp við örugg geðtengsl, gera ekki svona miklar kröfur um áhuga í byrjun. Þetta eru vanalega einstaklingar sem aðgreina sig frá öðru fólki og vilja fara hægar í sakirnar. 

Undirliggjandi hugmyndir þeirra sem „sækja“ í samböndum og þeir sem „forðast“ að vera í samböndum eru vanalega þær sömu: Ótti við höfnun og vanmáttur við að vera séður og þekktur og elskaður með mörkum. 

Gangi þér mjög vel að æfa þig í að vera heilbrigð kærasta og mundu að ástin býr innra með þér en ekki í öðru fólki. 

Bestu kveðjur, Elínrós Líndal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda