Erótísk hlaðvörp slá í gegn

Hægt er að hlusta á erótíska hlaðvarpsþætti hvar sem er.
Hægt er að hlusta á erótíska hlaðvarpsþætti hvar sem er. Unsplash.com

Vinsældir erótískra hlaðvarpsþátta hafa stóraukist í kórónuveirufaraldrinum. „Svo virðist sem fólk sé eilítið dónalegra í samkomubanni og vinsældir hlaðvarpsþátta sem fjalla um kynlíf hafa náð nýjum hæðum,“ segir blaðamaður The Times. 

„Hlustendur hafa meiri tíma og eru ef til vill einhleypir eða fjarri mökum sínum á tímum þegar lagst er gegn því að fólk komi saman. Þá leitar fólk í auknum mæli eftir einhvers konar örvun sem kemur í stað líkamlegrar nándar.“

Tímarit Opruh Winfrey hefur sett saman lista yfir 19 bestu erótísku hlaðvarpsþættina og þar kennir ýmissa grasa. Nefna má þætti Demi Moore, Dirty Diana, sem hafa vakið mikla athygli. „Þetta er áminning um að það að hlusta á kynlífssögur getur verið mun meira æsandi en að horfa á kynlíf. Ímyndunaraflið fer á flug og þú býrð til eigin veröld með fólkinu sem þér líst best á. Með heyrnatólin á þarf enginn að vita hvað þú ert að hlusta á.“

Þá hafa þættirnir Bawdy Storytelling undir stjórn Dixie De La Tour einnig náð miklum vinsældum. Þar er fólk hvatt til þess að segja frá sínum villtustu kynlífsreynslum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda