10 merki um að hún sé skotin í þér

Hér er Þórey Kristín Þórisdóttir að tala við viðskiptavin.
Hér er Þórey Kristín Þórisdóttir að tala við viðskiptavin.

„Í síðustu grein tók ég fyrir karlmenn og 10 merki um líkamstjáningu karlmanns sem gefur til kynna að hann sé áhugasamur um þig og fékk sú grein mjög jákvæða athygli, takk fyrir það,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir heilsumarkþjálfi og sálfræðingur í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Nú eru það konurnar.

Margt af einkennunum svipar til karlmanna en þó með smá undantekningum.

1. Stórt bros. Ef þið eruð á stefnumóti og hún brosir mikið er það góðs viti. Þá er ég að tala um þetta einlæga stóra bros, líkt og hún brosir með öllu andlitinu.

2. Augnsamband. Ef konan sýnir gott augnsamband þá er það gott merki en einnig ef hún lítur undan annað slagið á meðan augnsambandið varir. Þetta er vegna þess að ómeðvitað vill hún ekki sýna hversu berskjölduð hún er varðandi hrifningu.  

3. Tyllir höfðinu. Það er jákvætt merki ef konan tyllir höfðinu á meðan þið eruð að tala saman. Það merkir að hún er áhugasöm um þig af einlægni og um hvað þú hefur að segja.

4. Lagar sig til. Ef konan er mikið að fikta í hárinu sínu, laga farðann sinn eða fötin sín þá er það jákvætt og gefur til kynna að henni finnst hún þurfa hafa sig meira til fyrir þig.

5. Sýnir frumkvæði að snertingu. Þetta er frekar augljóst merki um að henni finnst þú aðlaðandi. Ef snertingin er augljós og mikil þá gefur það til kynna að henni finnst þú aðlaðandi.

6. Svarar tilbaka með snertingu. Þetta er hægt að prófa með léttri snertingu. Ef konan svarar í sömu mynt er hún líklegast áhugasöm um þig á rómantískan hátt.

7. Útvíkkaðir augasteinar. Þetta er áhuga­vert og hef­ur verið rann­sakað. Sjáöldr­in bregst ekki ein­göngu við ljósi, þau geta einnig brugðist við sterk­um til­finn­ing­um líkt og ótta, sorg og hrifn­ingu. Ef þú sérð þetta hjá viðkom­andi er mjög lík­leg­t að henni finnist þú aðlaðandi. Þetta getur þó verið erfitt að sjá. Maður þyrfti væntanlega að fara langt inn á persónulega svæðið hjá viðkomandi til að reyna að athuga þetta nánar.

8. Roðnar. Þetta er erfitt að fela eða jafnvel að koma í veg fyrir. Þegar við löðumst að persónu þá fer hjartað að slá hraðar og áhrif adrenalíns á taugakerfið veldur því að háræðarnar víkka út. Þetta gerir það að verkum að blóðið fer nær yfirborði húðarinnar sem fær konuna til að roðna.

9. Nálægð. Ef þú tekur eftir því að konan færir sig nær þér eða hallar sér í áttina að þér til að vera nær þér, þá er það talið gott merki.

10. Feimni. Þetta er aðeins erfiðara að lesa. Annað hvort getur konan verið mjög feimin þegar þið hittist í fyrsta sinn vegna þess að hún er áhugasöm, eða hún verður það með tímanum. Ef hún verður allt í einu feimin þrátt fyrir að þið hafið hist nokkrum sinnum, er það yfirleitt vegna þess að hún er þróa tilfinningar til þín.

Líkt og ég minntist á í síðustu grein þá er líkamstjáning 50-80% af þeim samskiptum sem eiga sér stað á stefnumóti. Við sendum ákveðin skilaboð með líkamstjáningu okkar, en þó oftast ómeðvitað. Skjólstæðingar mínir hafa oft á tíðum átt erfitt með að lesa í skilaboð eftir stefnumót, þá er hugsanlega betra og auðveldara að lesa í líkamstjáningu.

Þú getur sent fyrirspurn HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda