28 ára og stunda kynlíf tvisvar á ári

Konan er ekki ánægð með kynlífsleysið.
Konan er ekki ánægð með kynlífsleysið. mbl.is/Thinkstockphotos

„Maðurinn minn hefur aldrei fumkvæði að kynlífi eða virðist ekki langa til þess að stunda það. Ég verð alltaf að taka fyrsta skrefið. Við höfum verið saman í tíu ár og eigum tvö börn en stundum skil ég ekki hvernig við bjuggum þau til. Við stundum kannski kynlíf einu sinni á sex mánuðum en samt erum við bara 28 ára. Er það eðlilegt?“ skrifar kona sem hefur áhyggjur af kynlífsleysinu og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun.

„Ég velti því fyrir mér hvort hann sé með lítið testósterón af því ég klæði mig upp fyrir hann og spyr hvort hann vilji koma í hlutverkaleik en ekkert virðist vera spennandi. Það er eins og þetta sé bara eins og hvert annað heimilisverk. Hann er duglegur pípari en er kominn heim nógu snemma til að hjálpa mér að baða börnin. Ég er byrjuð að halda að það sé eitthvað að mér.“

Ráðgjafinn bendir konunni á að segja manninum að hún geti ekki verið í kynlífslausu sambandi.

„Útskýrðu að álag eða þunglyndi hafi áhrif á kynhvöt. Segðu honum að þú hafir áhyggjur af honum og útskýrðu fyrir honum að hann þurfi að fara til læknis. Ef þetta er ekki andlegt vandamál heldur hormónatengt getur læknirinn athugað það líka.“

Maðurinn hefur lítinn áhuga á kynlífi.
Maðurinn hefur lítinn áhuga á kynlífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda