Þarf Skattman að borga skatta í tveimur löndum?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðiskrifstofu Reykjavíkur svarar spurningu lesenda Smartlands. Hér fær hún spuringu frá manni sem veltir fyrir sér hvort hann eigi að borga skatta í tveimur löndum. 

Sæl.

Ég er að fá lífeyri frá Danmörku en ég bý á Íslandi. Er í vinnu hér á landi og greiði skatta af laununum. Í Danmörku er dregin staðgreiðsla af lífeyristekjunum um 37%. Síðan geri ég skattaskýrslu og þarf alltaf að borga skatta af dönsku tekjunum líka til Íslands. Eru ekki einhverjar reglur sem banna þessa tvöföldu skattlagningu?

Kveðja,

Skattman.

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæll Skattman. 

Þar sem þú ert með svokallað skattalegt heimilisfesti á Íslandi þá greiðir þú skatta hér á landi vegna allra tekna þinna hvar sem þeirra er aflað. Hitt er svo annað mál að Ísland og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert með sér samning sem á að koma í veg fyrir tvísköttun sömu tekna. Vegna þessa koma skattlagðar tekjur í Danmörku til frádráttar við álagningu skatta hér á landi. Þannig er ekki um tvískattlagningu á sömu tekjunum að ræða þótt skattprósenta geti valdið því að í raun greiðist viðbótarskattur. Það skal tekið fram að við framtalsgerð verður að fylgja kvittun eða annað sem sýnir að skatturinn hafi verið greiddur.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda