Kynlífið verður betra með árunum

Paulina Porizkova í fríi. Hún segir kynlífið verða betra með …
Paulina Porizkova í fríi. Hún segir kynlífið verða betra með árunum. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Paulina Porizkova er 56 ára og einhleyp. Eftir 30 ára hjónaband er hún á fyrsta skipti á stefnumótamarkaðnum síðan hún var 19 ára. Hún nálgast ástarsambönd á annan hátt en áður og segir kynlífið bara verða betra með aldrinum. 

„Ég komst að því að kynlíf verður betra með aldrinum,“ sagði Porizkova í viðtali við Yahoo. Henni létti þegar hún uppgötvaði þetta enda hafði hún heyrt hryllingssögur um hvernig konur færu á breytingaskeiðið, misstu kynhvötina og vildu ekki stunda kynlíf lengur. Ofurfyrirsætan, sem missti eiginmann sinn árið 2019, tveimur árum eftir að þau skildu að borði og sæng, hélt að kynlíf yrði hluti af fortíð hennar. 

„Það kom í ljós að það varð bara betra af því að ég þekki líkama minn svo miklu betur. Sjálfsöryggið og viskan sem þú öðlast með aldrinum kemur í ljós á sextugsaldrinum,“ segir  Porizkova.

„Síðast þegar ég fór á stefnumót var ég 19 ára en núna er ég 56 ára og það er langt um liðið. Áður fyrr vildi ég tæla manninn, ég vildi vera heit. Ég var mjög meðvituð um sjálfa mig og þetta óöryggi er ekki þarna lengur. Kynlíf er líka miklu skemmtilegra þegar þú ert ekki að passa þig svona mikið og þegar þú ert bara skemmta þér, ég elska það. Reyndar held ég að það sé uppskriftin að góðu kynlífi. Þú þarft að taka líkama þínum eins og hann er þegar þú ert búin að eignast tvö börn og ert á sextugsaldri. Líkaminn skoppar ekki eins og hann gerði en hann býr yfir annarri fegurð.“

Fyrirsætan Paulina Porizkova.
Fyrirsætan Paulina Porizkova. Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda