„Þjónustan við mig ekki verið gleðiganga“

Virðing og vinsemd í samskiptum skiptir miklu máli. Fagfólk getur …
Virðing og vinsemd í samskiptum skiptir miklu máli. Fagfólk getur verið mikill stuðningur fyrir þá sem eiga fáa að. mbl.is/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem þráir að flytja norður á land.  

Sæl. 

Ég er öryrki og ellilífeyrisþegi hef búið í Reykjavík í 40 ár. Nú vil ég flytjast í þorp norður í landi því ég hef engu frá að fara. Ég þarf hjálp til þess en á enga vini eða ættingja hér lengur og er alltaf ein. Mig langar að vera innan um fólk fyrir norðan á ég vini og ættingja er orðin leið á að vera alltaf ein, fer ekkert og engin kemur. Það ágætt að vera ein um tíma en elli alltaf. Hvernig standa mín mál ef ég flyt í þorp á norðurlandi. Það mundi bæta mín lífsgæði til muna ef ég gæti gert það, Ég þarf lyf og læknisþjónustu hvernig verða þau mál? Hvernig stend ég gagnvart öllu hér í Rvík? Þjónustan við mig hefur ekki verið nein gleðiganga gæti varla versnað. Manneskjan er félagsvera og ég þrái að vera innan um fólk. Takk fyrir að lesa þetta og svara mér.

Með kveðju, X

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Tinna Magg

Sælar. 

Það er alveg á hreinu að maður er manns gaman og það ætti enginn að vera einn. Ég myndi ekki hika við að flytja nær fjölskyldunni og vinum þínum en ég myndi gera ráðstafanir sem eru þannig að þú færð alla þá þjónustu sem þú átt rétt á að fá hjá félagsþjónustunni þar sem þú ætlar að búa. Þá getur þú notið þess að eiga góðar stundir með vinum og vandamönnum þínum. 

Þegar ég les í gegnum bréfið þitt þá sé ég að þú ert ekki að fá alla þá þjónustu sem þú þarft á að halda í dag. Því ef þú ert mikið ein og ekki að fá stuðning við að vera í kringum annað fólk þá er það ekki að virka fyrir þig frekar en einhvern annan. 

Ég hef reynslu sem aðstandandi veiks aðila hjá félagsþjónustunni í Reykjavík og í Kópavogi og verð að segja að þar er gott fagfólk að finna en þjónustustigið hærra í Kópavogi að mínu mati. Kópavogur er minna bæjarfélag og þar er þjónustan persónulegri að mínu mati. Þannig að löngum þín að fara á minni stað gæti verið löngun í persónulegri þjónustu og meiri nánd. 

Ég hef einnig reynslu af því hversu erfitt það er fyrir fólk sem er veikt að viðurkenna vanmátt og biðja um aðstoð. Sér í lagi ef þjónustan sem þú ert að fá er ekki viðeigandi fyrir veikindin þín í dag. Ég veit ekki hvar þú býrð núna, hvort þú býrð í eigin húsnæði eða leigir af borginni eða einhverjum öðrum. Ég þekki fólk sem býr í þjónustukjarna fyrir eldri borgara sem líkja því við að búa í félagsmiðstöð. Það er hlýtt á milli fólks og þar hjálpast einstaklingar oft að.

Eins þarftu að hitta fagfólk sem skilur hvað þú ert að fara í gegnum og getur stutt þig og eflt þig í að mynda tengsl við annað fólk. Vanalega er nóg að mynda náin tengsl við einn aðila fyrst og síðan bætist annar aðili við og síðan koll af kolli. 

Til að þú getir myndað heilbrigð og traust tengsl við þína nánustu þá er mjög mikilvægt að þú fáir alla þá þjónustu sem þú þarft til að búa fallega, að það sé hreint í kringum þig og að það sé farið í búð fyrir þig og þú getir boðið fólki heim til þín í kaffi eða jafnvel mat.

Þegar tími með aðstandendum og vinum fer bara í að tala um hvað vantar og hvað þarf að gera verður hann ekki eins dýrmætur og þú ert síður að upplifa þig sem jafningja þeirra sem eru að heimsækja þig. 

Það sem gæti eflt þig í nánum samskiptum er að fara í 12 spora samtök þar sem fólk æfir sig í að setja heilbrigð mörk og að hafa langanir og þrjár og tjá þær. Ef þú sem dæmir myndir skoða meðvirkni þá gæti verið að þú fengir æfingu í að eignast vini og að vera í kringum fólk. Það er mikil sjálfsvirðing fólgin í því að eiga skilið að eiga góða vini. Það eru ekki allir í þeirri stöðu að búa nálægt sínum nánustu - en margir sem hafa eignast fjölskyldu í gegnum traustan vinskap og ríkulegt andlegt líf. Í slíkum samtökum færðu sjálf tækifæri til að aðstoða aðra sem er eitthvað sem ég tel að allir þurfi á að halda í lífinu líka. Það myndar þetta heilbrigða samband þess að gefa og þiggja.

Þú ert mjög mikils virði og virði þitt kemur ekki frá aldrinum þínum né heilsu. Virði þitt kemur frá tilverurétti þínum og ef þú skilgreinir þig ekki út frá veikindum þínum þá verður erfiðara fyrir annað fólk að gera það. Þú ert svo mikið meira en komin á aldur og með skerta heilsu. Þú ert kona með sögu og allskonar upplifun og reynslu líka. 

Gangi þér alltaf sem best og hver veit nema að takir langt frí fyrir norðan í sumar og mátir þig inn í staðinn sem þig langar að búa á í náinni framtíð. 

Bestu kveðjur, Elínrós Líndal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda