Missti móður sína úr fíkn

Fíkn er alvarlegur heilasjúkdómur af líffræðilegum toga sem oft leiðir til dauða. Það gleymist oft að fólk sem deyr vegna ofneyslu á lyfjum og áfengi á foreldra, systkini, vini og börn sem dragast inn í þessi veikindi. Þetta eru aðstandendur, stór, ósýnilegur hópur sem lifir í miklum ótta, kvíða og sorg. Í nýj­asta þætt­in­um af Missi í Sjón­varpi Sím­ans er rætt við fólk sem hef­ur tek­ist á við þessa sorg og þennan missi og lært að lifa upp á nýtt.

Kolbeinn Elí Pétursson missti ungur að árum móður sína úr fíknisjúkdómi. Kolbeinn lýsir því meðal annars því hversu erfitt skref það er að opna sig við aðra um sorgina og áfallið, og þá sérstaklega gagnvart þeim sem næst honum standa. Aðrir viðmælendur í þættinum eru þau Ragna Klara Magnúsdóttir, Helena Rós Sigmarsdóttir, Breki Blær Stefánsson og Askur Máni Stefánsson. 

Þátt­ur­inn er sýnd­ur í op­inni dag­skrá klukk­an 20:35 í kvöld, öll þáttaröðin er nú þegar aðgengi­leg í Sjón­varpi Sím­ans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda