Hvað má og hvað má ekki í sambandi?

Þórhildur Magnúsdóttir heldur úti Instagram-reikningnum Sundur & Saman.
Þórhildur Magnúsdóttir heldur úti Instagram-reikningnum Sundur & Saman. Ljósmynd/Kristrún Björgvinsdóttir

„Flestir eru sammála því að þegar þú ert í sambandi er ekki í boði að sofa hjá annarri manneskju. En hvað með fullt af öðrum smávægilegri athöfnum sem geta talist á gráu svæði? 

Því miður er ekki eitt rétt svar um mörg þannig svæði þar sem við erum öll ólík og höfum ólíka sýn á hvað má og hvað má ekki. Það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir fólk í samböndum að ræða þessi atriði til að vera á sömu blaðsíðu og koma þannig vonandi í veg fyrir vonbrigði og særindi seinna í sambandinu,“ segir Þórhildur Magnúsdóttir í nýjum pistli en hún heldur úti Instagram-reikningum Sundur & Saman: 

Ég var með umræðu um þetta á sambandsmiðlinum Sundur & Saman á Instagram og gerði skoðanakönnun til að kanna hvar skoðnir fólks liggja á ýmsum gráum svæðum í samböndum. Fylgjendur sendu inn tillögur og kusu svo MÁ eða MÁ EKKI og hér eru niðurstöðurnar. 

Skoðið þennan lista saman og ræðið hver ykkar skoðun er. Það gæti bjargað sambandinu ykkar að gera það áður en annað ykkar tekur feilspor sem hinn getur ekki afborið!

  1. Hugsa um annað fólk í kynlífi: 64% segja MÁ
  2. Nudda annan aðila í samkvæmi (axlanudd, tásunudd): 55% segja MÁ EKKI
  3. Skoða prófíla/myndir af öðru fólki á samfélagsmiðlum sem þér finnst sexy: 82% segja MÁ
  4. Fara í sund með vinkonu/vini sem maki hefur ekki hitt: 50/50% MÁ / MÁ EKKI
  5. Halda áfram að like-a öll crushin úr fortíðinni: 70% segja MÁ EKKI 
  6. Tala um kynlíf og fantasíur við heitan vinnufélaga: 78% segja MÁ EKKI 
  7. Hugsa um annað fólk í kynlífi: 64% segja MÁ
  8. Djók sleikur á djamminu: 86% segja MÁ EKKI 
  9. Flörta þó maður meini ekkert „meira“ með því: 53% segja MÁ
  10. Fara nakin í heitan pott með vinahópi í partíi: 63% segja MÁ EKKI
  11. Fá tantra nudd: 76% segja MÁ EKKI 
  12. Klæða sig sexy: 98% segja MÁ
  13. Mynda tilfinningatengsl við cute vinnufélaga, ræða erfiðleika í sambandi: 65% segja EKKI
  14. Vera nakin í kringum fólk af öðru kyni: 63% segja MÁ EKKI 
  15. Horfa á klám: 82% segja MÁ 
  16. Vera með aðgang að OnlyFans: 71% segja MÁ EKKI 
  17. Halda í nektarmyndir/myndbönd af fyrri bólfélögum: 93% segja MÁ EKKI 
  18. Hitta fyrrverandi sem er í 12 spora kerfinu án þess að láta vita: 80% segja MÁ EKKI 
  19. Rúnk yfir instagellum sem þið þekkið bæði: 87% segja MÁ EKKI 
  20. Fara í keppnisferð og gista í herbergi með liðsfélaga: 89% segja MÁ
  21. Smakka brjóstamjólk hjá annarri konu (úr glasi): 59% segja MÁ
  22. Saklaust vinnustaðaflirt: 53% segja MÁ EKKI 
  23. Fara í bústað með gagnkvæmu kyni, afboða maka og gista í sama herbergi: 94% segja MÁ EKKI
  24. „Windowshopping“; misvísandi skilaboð í líkamstjáningu, tékka á fólki hversu opinn glugginn sé: 84% segja MÁ EKKI 
  25. Sexta aðra en maka: 97% segja MÁ EKKI 
  26. Horfa á eftir öðrum einstaklingi fyrir framan maka: 64% segja MÁ EKKI 
  27. Senda sætar/heitar myndir á annan en maka (ekki nektar): 89% segja MÁ EKKI 
  28. Sexy dans á sveitaballi: 55% segja MÁ EKKI 
  29. Lesa og fræðast um opið samband án þess að ræða það við maka: 84% segja MÁ
  30. Netflix sófahangs með fyrri deitfélaga: 89% segja MÁ EKKI 
  31. Senda hjörtu og sæta emoji á annan en maka: 60% segja MÁ 
  32. Halda áfram vinskap við fyrrverandi: 80% segja MÁ
  33. Gista uppí hjá einhverjum án þess að neitt kynferðislegt eigi sér stað: 52% segja MÁ EKKI 
  34. Kyssast á munninn (ekki sleik): 76% segja MÁ EKKI 
  35. Svara fyrrverandi þegar hún hringir full og spjalla heillengi meðan maki sefur: 91% segja MÁ EKKI 
  36. Horfa á klám fyrir kynlíf án þess að láta maka vita til að „hita upp“: 51% segja MÁ
  37. Fara á strippstað: 58% segja MÁ EKKI 
  38. Hugsa um fantasíu sem kveikir í mér sem maki getur ekki uppfyllt (t.d. Annað kyn, húðlit, líkamsgerð): 91% segja MÁ 
  39. Sjálfsfróun án vitundar maka: 98% segja MÁ 
  40. Einhver segist vera mjög hrifin/nn/ð af X og X segir ekki maka til að vernda trúnað. (Tilfinningin ekki endurgoldin): 56% segja MÁ 
  41. Swipe-a á Tinder til að sjá hvort þú fáir match: 92% segja MÁ EKKI 
  42. Fara í eftirpartí þar sem er aðeins single fólk: 83% segja MÁ 
  43. Birta nektarmynd af sér (án kynferðislegs ívafs): 86% segja MÁ 

(Meðalfjöldi svarenda er 800 manns)

Hvað finnst þér um niðurstöðurnar? Ertu sammála meirihlutanum? Eru þú og maki þinn sammála?

Í mörgum af þessum dæmum er kannski erfitt að segja MÁ eða MÁ EKKI, það vantar að vita meira um samhengið og ásetninginn og hvað parið hefur rætt um áður. Þegar upp er staðið er mikilvægast að ásetningurinn sé ekki á því að svíkja eða særa og þá þegar eitthvað gerist sem ykkur greinir á um hvort „megi“ eða „megi ekki“ er nauðsynlegt að geta rætt það í rólegheitunum og reyna að skilja hvaðan maki þinn er að koma. Kannski fannst þeim í alvörunni ekkert að því að fara nakin í heitan pott með vinahóp - en þér finnst það daðra við framhjáhald. Eða kannski finnst þér ekkert mál að like-a allar myndir af fyrrverandi (af því sá eldur eru alveg farin frá þér) en kæró finnst það stórmál! 

„Ef að makinn verður sár vegna þess sem þú gerir, þá áttu ekki að gera það!“ hljómar eins og gott viðmið en þetta er ekki svo einfalt. 

Hvernig gæti ég vitað viðbrögð maka míns við ÖLLU sem ég gæti viljað gera?! 

Ég get það ekki. 

Hvað sem það er, ræðið málin, ákveðið hvernig þið viljið haga framhaldinu í sambandinu  ykkar og hafið forvitni og kærleika að leiðarljósi í samskiptunum. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda