„Ég fékk ekki þá hjálp sem ég hefði þurft“

Sara E. Þórðardóttir Oskarsson missti móður sína í sjálfsvígi þegar hún var 23 ára gömul. Sara talar hversu mikilvægt það er að fá stuðning strax.

„Ég fékk ekki þá hjálp sem ég hefði þurft til að vinna úr þessu gríðarlega áfalli um leið og það gerist,“ segir Sara í næsta þætti af Missi sem sýndur er í Sjónvarpi Símans Premium. 

Að missa ástvin vegna sjálfsvígs er óbærilegur sársauki. Þetta er eitthvað sem á ekki að vera hægt að komast í gegnum. Í næsta þætti af Miss hittum við fólk sem hefur tekist á við þessa sorg og byggt upp líf sitt að nýju. 

Aðrir viðmælendur í þættinum eru þau Gunnlaugur Reynisson og Eva Skarpaas. Þátt­ur­inn er sýnd­ur í op­inni dag­skrá klukk­an 20:35 á morgun fimmtudag, en öll þáttaröðin er þegar aðgengi­leg í Sjón­varpi Sím­ans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda