Matardrottningin Nanna Rögnvaldardóttir hefur búið ein í 20 ár. Hún segist vera sérvitur og geti ekki hugsað sér að fara í samband.
„Ég fékk eiginlega nóg. Kannski á ég eftir að hitta einhvern draumaprins. Ég er ekki mjög sambúðarhæf. Ég er svo sérvitur. Ég er ekki mikið fyrir að fara út af heimilinu,“ segir Nanna.
Hún er með sína eigin rútínu sem hún kýs að breyta alls ekki.
„Núna vakna ég snemma og vil fara snemma að sofa. Þannig vil ég hafa það,“ segir Nanna og játar að þetta viðhorf hennar; „þannig vil ég hafa það“, sé ekki ávísun á góða sambúð. Hún sé lítið fyrir að gera málamiðlanir og vilji fara sínar eigin leiðir í lífinu.
Frá þessu sagði Nanna í nýjasta þætti af Heimilislífi: