Getur Torfi setið í óskiptu búi?

Ef eiginkona Torfa fellur frá, getur hann þá setið í …
Ef eiginkona Torfa fellur frá, getur hann þá setið í óskiptu búi? Colourbox

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá Torfa sem spyr hvort hann megi sitja í óskiptu búi. 

Sæl Þyrí

Má sitja í óskiptu bú eftir að það er selt úr búinu til dæmis íbúð? Getur eftirlifandi gift sig aftur og setið áfram í óskiptu búi?

Kveðja Torfi

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavík.
Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavík.

Sæll Torfi,

Varðandi fyrri spurning þína þá kemur fram í erfðalögum að maki sem situr í óskiptu búi hafi eignarráð á fjármunum búsins. Í því fellst m.a. að hann ber ábyrgð á eigum og skuldum hins látna sem um hans eigin eignir og skuldir væri að ræða. Það er alls ekkert útilokað að maki geti setið áfram í óskiptu búi þótt eignir eins og íbúð séu seldar úr búinu á eðlilegum forsendum. Hins vegar ber að hafa það í huga að aðrir erfingjar geta krafist skipta á dánarbúi ef þeir sýna fram á að eftirlifandi maki rýri efni búsins með óhæfilegri fjárstjórn sinni eða veiti tilefni til að óttast megi slíka rýrnun.

Að því er varðar seinni spurningu þína, er skýrt kveðið á um það í erfðalögum að gangi eftirlifandi maki í hjúskap að nýju, falli niður heimild hans til setu í óskiptu búi.

Kær kveðja,

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál