Getur Torfi setið í óskiptu búi?

Ef eiginkona Torfa fellur frá, getur hann þá setið í …
Ef eiginkona Torfa fellur frá, getur hann þá setið í óskiptu búi? Colourbox

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá Torfa sem spyr hvort hann megi sitja í óskiptu búi. 

Sæl Þyrí

Má sitja í óskiptu bú eftir að það er selt úr búinu til dæmis íbúð? Getur eftirlifandi gift sig aftur og setið áfram í óskiptu búi?

Kveðja Torfi

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavík.
Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavík.

Sæll Torfi,

Varðandi fyrri spurning þína þá kemur fram í erfðalögum að maki sem situr í óskiptu búi hafi eignarráð á fjármunum búsins. Í því fellst m.a. að hann ber ábyrgð á eigum og skuldum hins látna sem um hans eigin eignir og skuldir væri að ræða. Það er alls ekkert útilokað að maki geti setið áfram í óskiptu búi þótt eignir eins og íbúð séu seldar úr búinu á eðlilegum forsendum. Hins vegar ber að hafa það í huga að aðrir erfingjar geta krafist skipta á dánarbúi ef þeir sýna fram á að eftirlifandi maki rýri efni búsins með óhæfilegri fjárstjórn sinni eða veiti tilefni til að óttast megi slíka rýrnun.

Að því er varðar seinni spurningu þína, er skýrt kveðið á um það í erfðalögum að gangi eftirlifandi maki í hjúskap að nýju, falli niður heimild hans til setu í óskiptu búi.

Kær kveðja,

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda