Byrjaði með skuldugum manni - hvað verður um óskipta búið?

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr út í setu í óskiptu búi og hvort börn geti látið gera upp búið ef eftirlifandi maki finnur ástina á ný. 

Blessuð! 

A missir maka og situr í framhaldi af því í óskiptu búi ásamt börnum þeirra. Nokkrum árum síðar fer A í sambúð með B, sem á börn úr fyrra sambandi en er eignalaus og talsvert skuldugur sameiginlega nýta þau eigir búsins í krafti þess að A sé í óskiptu búi hver er réttur lögráða barna A?

Kveðja, ÆK

 

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl

Samkvæmt erfðalögunum getur eftirlifandi maki að tilteknum skilyrðum uppfylltum, setið í óskiptu búi þangað til hann gengur í hjúskap að nýju. Heimildin til setu í óskiptu búi fellur niður jafnskjótt og makinn gengur í hjúskap. Hugtakið hjúskapur hefur í gegnum tíðna verið túlkað þröngt þannig að jafnvel áralöng sambúð hefur ekki verið álitin jafngilda hjúskap í skilningi erfðalaga. Þetta á við jafnvel þótt fólk hafi árum saman ruglað saman sínum persónulegu og fjárhagslegu reitum s.s. með sameiginlegri eignamyndun og skattframtali á sambúðartíma.

Það er hins vegar kveðið á um það í erfðalögum að erfingjar geti krafist skipta sér til handa, færi þeir sönnur á að sá sem sitji í óskiptu búi sé að rýra efni búsins með óhæfilegri fjárstjórn sinni eða að athafnir eða athafnaleysi hans veiti tilefni til að óttast megi slíka rýrnun.

Kær kveðja, 

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda