Öll pör lenda í einhverjum vandræðum

Theodór Francis Birgisson.
Theodór Francis Birgisson.

„Mik­il umræða er um þess­ar mund­ir um varn­ir gegn covid og sitt sýn­ist hverj­um eins og gjarn­an er og flest­ir eru sam­mála sjálf­um sér. Sjálf­ur á ég unga syst­ur­dótt­ir sem er með bælt ónæmis­kerfi og því hafa syst­ir mín og mág­ur eðli­lega farið veru­lega var­lega síðustu 20 mánuðina og mæta sjaldn­ast þegar við systkin­in hitt­umst til að taka ekki neina áhættu varðandi heilsu litlu telp­unn­ar sinn­ar.

Þau eins og all­ir aðrir sem glíma við bælt ónæmis­kerfi eiga sér fáar ósk­ir heit­ari en að ónæmis­kerfið virki. Bólu­setn­ing­ar og öll umræða um hvort það sé gagn­legt eða ekki snýst um hvort ónæmis­kerfið okk­ar nær að verj­ast þeim árás­um sem lífið býður okk­ur upp á. Ég er ekki menntaður í ónæm­is­fræðum og ætla því ekki að tjá mig um bólu­setn­ing­ar enda myndi það ekki gagn­ast nokkr­um lif­andi manni,“ seg­ir Theo­dór Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni í sín­um nýj­asta pistli: 

Rann­sókn­ir und­an­far­inna ára hafa sýnt að já­kvæðni bygg­ir upp ónæmis­kerfi lík­am­ans og nei­kvæðni brýt­ur niður ónæmis­kerfið. Fjöld­inn all­ur af þeim sem veikj­ast al­var­lega og fá sterka lyfjameðferðir sitja uppi með mjög laskað ónæmis­kerfi sem oft og tíðum verður bana­mein viðkom­andi. Fyr­ir mann sem vinn­ur við fé­lags­vís­indi og hef­ur para­vinnu sem aðalstarf tek­ur það ekki nema ör­skot að tengja umræðu um ónæmis­kerfi lík­am­ans við ónæmis­kerfi par­sam­banda.

Öll par­sam­bönd eru samrunni tveggja lif­andi ein­stak­linga og þar með hef­ur sú líf­vera sitt eigið sjálf­stæða ónæmis­kerfi. Sum sam­bönd hafa sterkt ónæmis­kerfi og sum hafa veikt kerfi. Í par­sam­bönd­um gild­ir því að já­kvæðni í garð sam­bands­ins og þar með talið líf mak­ans og sam­skipti við upp­runa­fjöl­skyldu mak­ans hafa mikla þýðingu varðandi ónæmis­kerfi sam­bands­ins.

Rann­sókn­ir Gottman Institu­te í BNA sýna að 80% par­sam­banda sem slitna gera það vegna slaks ónæmis­kerf­is sam­bands­ins. Þar hef­ur parið allt með málið að gera, ólíkt því þegar ein­stak­ling­ar hafa bælt ónæmis­kerfi vegna fyrri veik­inda eða eru fædd með bælt ónæmis­kerfi eins og litla frænka mín.  

Mig lang­ar að gefa les­end­um mín­um inn­sýn inn í raun­veru­legt sam­tal mitt við raun­veru­legt par. Þar sem við búum í afar litlu sam­fé­lagi og gríðarlega mik­il­vægt að skjól­stæðing­ar sem leita til fagaðila njóti fulls trúnaðar tek ég mér tals­vert skálda­leyfi í frá­sögn­inni. Ég læt parið heita Huldu og Stefán en að sjálf­sögðu eru það ekki rétt nöfn þeirra og eru ekki endi­lega gagn­kyn­hneigt par. Ég gríp hér niður í frá­sögn sam­tals­ins þegar ég hef spurt þau hvort þau ætli sér að vera sam­an:

Stefán varð hálf pirraður út í spurn­ing­una og fannst það að þau væru kom­in til mín í sam­talsmeðferð besta sönn­un þess að þau ætla að vera sam­an. Ég bað hann að hafa þol­in­mæði með mér og segja mér af hverju hann vildi verða gam­all með Huldu. Hann sagði að bragði það væri vegna þess að hann elskaði hana. Það svar kom mér ekki á óvart en ég átti aðra spurn­ingu fyr­ir hann. Spurn­ingu sem er gríðarlega mik­il­vægt að vita svarið við og samt eiga svo marg­ir erfitt með að svara. Ég spyr hann af hverju hann elski hana.

Hann verður vand­ræðal­eg­ur og ég sé á svip Huldu að henni finnst þögn­in óþarf­lega löng. Ég þótt­ist viss um að hann elsk­ar Huldu sína en átta mig líka á svip­stundu á að hann var ekki van­ur að koma orðum að þeirri til­finn­ingu. Hann endaði með að stama upp úr sér „bara, hún er æðis­leg“. Þar sem þessi spurn­ing er svo mik­il­væg gaf ég hon­um þetta ekki eft­ir og spurði „hvað er svona æðis­legt við hana?“ Hann svaraði að bragði „bara allt“ og ég greip þann bolta á lofti og sagði „þá er nú ekki erfitt fyr­ir þig að nefna bara þrjú atriði sem gera hana svona ein­staka“.

Aug­litið sem hann sendi mér var ekki aðdáun en hann reyndi þó ekki að múta mér til að þurfa ekki að svara eins og ég hef stund­um á til­finn­ing­unni að karl­menn vilji gera. Að lok­um fékk ég upp úr hon­um að Hulda er ein­stök mamma, dug­leg og mjög skemmti­leg. Þegar við héld­um áfram að ræða þetta fór að flæða upp úr hon­um alls kon­ar hlut­ir sem gera Huldu ein­staka. And­rúmið í viðtals­her­berg­inu hafði stór­lega breyst til hins betra og ég enda þenn­an hluta sam­tals okk­ar Stef­áns á að spyrja hann hvernig hon­um liði þegar hann væri að segja mér hvað hann elsk­ar Huldu sína mikið.

Hann er orðinn meir og ég sé að það er tals­verð vökv­asöfn­un í aug­um hans. Hann horf­ir á hana með tár­vot­um aug­um og seg­ir mér að hon­um líði ótrú­lega vel að segja þetta og ég sé á tár­un­um sem trítla niður kinn­ar Huldu að henni finnst líka mjög gott að heyra þetta. Ég sný mér því til henn­ar og spyr hana „Er hann dug­leg­ur að segja þér þetta?“ Svarið kom ekki á óvart „Nei - ég held bara að hann hafi aldrei sagt mér þetta fyrr“. Stefán er núna far­inn að brynna mús­um og seg­ir við sjálf­an sig „maður er bara ekki í lagi“.  Þegar ég spyr Huldu á hún auðveld­ara með að segja mér af hverju hún elski Stefán og ég fæ að heyra að hann sé ekki bara út­litið, það sé svo marg­ir þætt­ir sem gera hann frá­bær­an. Hann sé frá­bær maður, frá­bær pabbi, traust­ur og veiti henni svo mikið ör­yggi. Á þess­um tíma­punkti er ég sjálf­ur far­inn að tár­ast, ekki vegna þess að ég sé svona hissa á svör­um þeirra, held­ur vegna þess að skynja teng­ing­una sem er að verða á milli þeirra. Óaf­vit­andi hafa þau brúað heil­mikla gjá sem var á milli þeirra. Það hafði ekk­ert breyst hjá þeim annað en að und­ir­liggj­andi til­finn­ing­ar fengu far­veg upp á yf­ir­borðið.

Þessi stutta frá­sögn er dæmi um par sem er að styrkja ónæmis­kerfið sitt. Öll pör lenda í ein­hverj­um vand­ræðum í ferl­inu við að byggja framtíð. Þau pör sem lifa af slíkt áreiti eiga það sam­eig­in­legt að búa við gott ónæmis­kerfi. Það er byggt með því að minna sig á kosti og gæði mak­ans og játa þá til­finn­ingu upp­hátt fyr­ir hvort annað. Slík tján­ing ger­ir mak­ann ekki full­kom­in(n) held­ur breyt­ir af­stöðu þinni til mak­ans.

Ekk­ert okk­ar veit hvernig covid mun þró­ast og við get­um haft alls kon­ar skoðun á því hvernig við eig­um að tak­ast á við veiruna. Ég minni samt á að ekk­ert okk­ar veit held­ur hvernig sam­bandið okk­ar við mak­ann mun þró­ast en þar höf­um við allt um málið að segja. Ég legg því til að all­ir sem eru svo heppn­ir að vera í par­sam­bandi kepp­ist að því að styrkja ónæmis­kerfi sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda