„Á ég rétt á arfi við fráfall stjúppabba“

Ljósmynd/Colourbox

Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá ættleiddum einstaklingi sem veltir arfi fyrir sér. 

Sæll Jóhannes. 

Ef ég er ættleiddur sem kjörbarn og foreldrar sem ættleiddu mig saman skilja. Síðan giftist kjörforeldri eða stjúppabbi minn aftur og þau eiga tvö börn saman. Á ég rétt á arfi við fráfall kjör/stjúppabba?

Kveðja, B

Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda …
Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands.


Sæl B

Kjörbörn taka arf eftir kjörforeldra sína. Það breytist ekki þó svo kjörforeldrar skilji og stofni til hjúskapar að nýju. Aftur á móti fellur niður við ættleiðingu erfðaréttur á milli kjörbarna og blóðforeldra þeirra.

Kveðja,

Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda