„Hvar leitar 55 ára kona að manni?“

Að finna sér maka getur verið dágóð skemmtun.
Að finna sér maka getur verið dágóð skemmtun. Ljósmynd/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem hef­ur áhuga á að kynn­ast manni sem hæf­ir henni. Hún er bara óviss um hvar er best er að finna hann. 

Sæl kæra.

Ég er frá­skil­in og lang­ar loks­ins að kynn­ast manni.

Mér er alls ekki sama hvernig hann er og kannski er ég vand­lát.

Hvar leit­ar 55 ára kona að manni á svipuðum aldri  sem er ekki all­ur í rugl­inu eða þegar í sam­bandi?

Ég er ekki mik­il „stefnu­mót­asíðna“ mann­eskja.

Kær kveðja, X

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
El­ín­rós Lín­dal ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi. mbl.is/​Tinna Magg

Sæl­ar og takk fyr­ir bréfið. 

Til ham­ingju með þessa ákvörðun í líf­inu. Það er mik­il sjálfs­virðing fólg­in í að eiga skilið að vera í sam­bandi. Það eru til nokkr­ar leiðir sem hægt er að fara til að prófa sig áfram á stefnu­mót­um. Ég er mjög hrif­in af því að nota tungu­málið til að koma sér af stað í svona mál­um. 

Hvort held­urðu að sé lík­legra að kona finni mann ef hún seg­ir: Mig lang­ar að finna mann sem ekki er í rugl­inu eða í sam­bandi. Eða: Ég ætla að finna æðis­leg­an mann til að gift­ast, sem er með sömu gildi og ég, sem ég laðast að lík­am­lega og hann að mér, sem gam­an er að tala við og gera skemmti­lega hluti með.  

Það er mjög al­gengt að þeir sem hafa gengið í gegn­um skilnað eða upp­lifað erfiðleika í sam­bönd­um séu með nei­kvætt viðhorf til þess að finna sér maka. Sum­ir nota orðið vand­lát­ir, til að verja það að vera áfram ein­ir. Segja: Ég myndi vilja, í stað þess að segja: Ég ætla. Þetta er kannski fólk sem labb­ar inn á fateigna­söl­ur og seg­ir: Ég ætla að kaupa þessa íbúð! En eru aðeins óviss­ari þegar kem­ur að sam­bönd­un­um í líf­inu sínu. Það er allt í lagi, en ef þú ert með marga sterka flotta parta og svo ertu óör­ugg á þessu svæði, þá get­ur verið áhuga­vert að skoða hvað býr þar að baki í dýpri vinnu með sér­fræðingi. 

Ég get full­vissað þig um að það er til hell­ing­ur af flott­um mönn­um á þeim aldri sem þú tal­ar um, sem eru á lausu og ef marka má vís­indi og rann­sókn­ir, þá bein­lín­is þurfa þeir á góðum kon­um að halda til að eiga inni­halds­ríkt og fal­legt líf framund­an. En flest­ar rann­sókn­ir styðja þá niður­stöðu að karl­menn lifa leng­ur með góða konu sér við hlið. 

Það get­ur verið gott fyr­ir þig að vita að karl­menn breyt­ast held­ur mikið á þessu ald­ur­skeiði lífs­ins sem þú ert að tala um, þannig að þeir verða með aðeins minna frum­kvæði og testó­sterón magnið fer ei­lítið niður hjá mörg­um þeirra. Það er því ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að þú náir þér bara sjálf í drauma­mann­inn þinn, bjóðir hon­um á stefnu­mót og leiðir aðeins veg­ferðina inn í sam­bandið til að byrja með. 

Ég heyrði eitt sinn að ef kon­ur taka stefnu­mót föst­um tök­um, þá í versta falli kynn­ast þær fullt af góðum veit­inga­stöðum og í besta falli enda þær í góðu hjóna­bandi eða sam­bandi. Svo þú hef­ur að mínu mati engu að tapa. 

Það get­ur verið flókið að finna sér mann í dag, sök­um ástands­ins og sam­komutak­mark­anna, en það sem flest­ir eru að upp­lifa í um­hverf­inu eins og það er núna, er að gott sam­band byrj­ar á fín­um vin­skap og hvet ég alltaf fólk til að kynn­ast áður en það ákveður hvað það ætl­ar að gera við vin­skap­inn. 

Af hverju æfir þú þig ekki bara í að horfa í aug­un og brosa til allra þeirra manna sem á vegi þínum verða í dag (sem ekki eru með gift­inga­hring)? Þú get­ur náð augn­sam­bandi við menn út í búð, í sundi, í rækt­inni eða bara þegar þú ert úti að borða með vin­kon­um þínum.

Ég get hik­laust mælt með stefnu­mót­asíðum, en að sniðganga þær þegar kon­ur eru á lausu, er svipað því að vera lítið fyr­ir lyft­ur í 50 hæða húsi. Af hverju ætt­irðu að velja stig­ana? Þú hef­ur án efa ekki enda­laus­an tíma og það hafa fjöl­marg­ir mjög áhuga­verðir ein­stak­ling­ar fundið ást­ina á for­rit­um sem sniðin eru til að leiða fólk sam­an sem par. 

Ég gæti mælt með for­rit­um eins og Tind­er, Smitten, Hinge og Bumble, ef þú ert til í að vera í sam­bandi með ein­stak­ling sem býr ekki endi­lega í sama landi og þú. Svo eru til frá­bær­ar stefnu­mót­asíður sem byggja á þeirri hug­mynd að fólk kynn­ist í gegn­um viðburði, líkt og My Social Ca­lend­ar, ef þú ert að ferðast og lang­ar að kynn­ast skemmti­legu fólki á lausu er­lend­is. 

Að lok­um get ég mælt með því að finna sér sam­bandsmiðlara, það gæti verið góður vin­ur eða vin­kona sem þekk­ir mikið af fólki sem er að leita að hinu sama og þú. Stund­um er einnig gott að finna bara huggu­legt fólk á sam­fé­lags­miðlum og bjóða því á stefnu­mót. Sú leið er smá­veg­is talna­leik­ur, því þú ert aldrei að fara að fá já­kvætt svar alltaf, en þú ert þó að vinna í því að ná mark­miðum þínum og að æfa þig í leiðinni. 

Þær kon­ur sem ég vinn með sem eru að leita að ást­inni, og eru með já­kvætt viðhorf og að skemmta sér í þessu ferli, eru vana­lega með nóg af von­biðlum og stefnu­mót­um á dag­skránni sinni. Ég hef einnig hitt dá­sam­lega fal­leg­ar og skemmti­leg­ar kon­ur sem eru hrædd­ar við ferlið sem eru ekki að ramba á eitt ein­asta stefnu­mót. Svo ég held að viðhorf, for­vitni og létt­leiki skipti meira máli en allt annað þegar kem­ur að maka­leit.  

Það eru til fjöl­marg­ar kon­ur í land­inu sem eru orðnar nokkuð þjálfaðar á þessu sviði, þær myndu ráðleggja þér að sækja sam­kom­ur, fara á kvik­mynd­ir og tón­leika sem karl­menn kunna að meta líka, til að auka lík­urn­ar á að hitta áhuga­verðan mann við þitt hæfi.  

En þú get­ur verið viss um að það er nóg af mönn­um þarna úti fyr­ir þig. Þú finn­ur hann eða hann þig, þegar þú ert til­bú­in til þess. Þangað til er gott fyr­ir þig að æfa þig. Mundu bara að þessi veg­ferð verður eins skemmti­leg og þú ert opin fyr­ir að hún verði. 

Bestu kveðjur, El­ín­rós Lín­dal

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda