Bogmaðurinn: Þú ert heillandi blanda tveggja heima

Elsku Bogmaðurinn minn,

í gegnum tíðina þá hefur þú haft einstakt lag á að redda þér og að skauta framhjá hverri hindruninni á fætur annarri. Nú hafa komið tímar þar sem þér finnast hindranirnar vera óyfirstíganlegar. En sannleikurinn er samt sá að því meiri hindrun, því meiri sigur verður á endanum. Það besta sem þú gerir í stöðunni er að ráðast fram af fullu afli, skoða alla möguleika og berjast ef þú þarft þess.

Næstu þrír mánuðir eru þeir sem þú virkilega getur hlakkað til. Þeir móta aðra hringrás og betri farveg. Þú skalt leggja margt undir í ástinni en það er mikilvægt að þú sjáir samt fljótlega að hún sé endurgoldin. Þetta á ekki bara við um sálufélaga, heldur alla þá sem eru í þínum innsta hring. Þú finnur að þú verður ákveðnari og ákveðnari með hverjum deginum og sérð svo skýrt heildarmyndina.

Þú ert heillandi blanda af sköpunargáfu og viðskiptaviti og átt auðvelt með að laga þig að aðstæðum og veltir því ávallt fyrir þér hvernig þú getur hagnast sem mest. Þetta er dásamleg náðargáfa,svo komdu hugmyndunum í framkvæmd og þér mun farnast vel.

Ef þér finnst hversdagsleikinn vera of mikill og ekkert hreyfast, þá er það þér að kenna því þú þarft að vera í hringiðu tengslanetsins.

Síðustu tíu dagar af marsmánuði eru þínir dagar til að taka áhættu eða að fá útkomu. Þér mun takast það sem fáum tekst og það er að halda jafnvægi á milli vinnu, vinskapar, ástar og fjölskyldu. Þú verðskuldar klapp á bakið.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda