Vala Valtýsdóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá uppkomnu barni sem á foreldra sem hafa aldrei verið saman. Þessi einstaklingur veltir fyrir sér erfðarétti.
Hæ Vala!
Mig langar að forvitnast þar sem foreldrar mínir hafa aldrei búið saman, eru bæði gift öðrum i dag og eiga börn saman með sinum mökum. Hvernig og hvar stend ég þegar kemur að uppgjöri dánarbús þeirra?
Kveðja, NN
Sæl NN.
Meginreglan er sú að maki getur einungis setið í óskiptu búi með niðjum beggja. Hins vegar getur verið að erfðaskrá mæli svo fyrir um að eftirlifandi maka sé heimilt að sitja í óskiptu búi og ganga slík ákvæði erfðaskrár framar meginreglunni. Hvað varðar arfinn sem slíkan þá ertu erfingi beggja foreldra þinna og fara slík skipti eftir erfðalögum. Maki erfir 1/ 3 hluta eigna, þegar börn eru á lífi, en 2/ 3 hluta erfa börnin að jöfnu.
Kær kveðja,
Vala Valtýsdóttir lögmaður.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR.