Ótímabært sáðlát karlmanna veldur kvíða

Ótímabært sáðlát er algengt meðal karlmanna.
Ótímabært sáðlát er algengt meðal karlmanna. Ljósmynd

Karlmenn hugsa mun oftar um kynlífsathafnir en konur. Fæstir þeirra hugsa þó um kynlíf öllum stundum, líkt og oft hefur verið haldið fram, en samkvæmt sérfræðingum leiða þeir hins vegar ósjaldan hugann að frammistöðu sinni í kynlífi. Þá getur það einnig valdið þeim miklu hugarangri með hvaða hætti þeir geti brugðist við ef þeir hafa ekki verið að standa sig sem skyldi. Ótímabært sáðlát er mun algengari vandi en látið er uppi en rannsóknir sýna að um 35% karlmanna glími við slíkan vanda.

Það er kvíðavaldandi fyrir marga karlmenn að hugsa til þess að ná ekki endast nógu lengi í kynlífi til að fullnægja maka sínum. Sú staðreynd að þörf kvenna fyrir aukinni og lengri örvun í kynlífi á það til að verða karlmönnum um megn og veldur þeim kvíða.  Læknar og kynlífsráðgjafar reka sig æ oftar á þessa hræðslu sem býr innan brjósts hjá karlmönnum en í gagnkynhneigðum samböndum getur þetta verið stór vandi. 

Læknirinn dr. Andrew Steinberg ræddi um þessi málefni við hlaðvarpsþáttastjórnandann Asu Akiru á dögunum en hún heldur úti Pornhub hlaðvarpinu. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.

Steinberg segir vel hægt að bregðast að einhverju leyti við þeim vanda að fá sáðlát á of skömmum tíma í kynlífsathöfnum. Hægt er að þjálfa getnaðarliminn með því að byrja og stoppa, síendurtekið, en Steinberg sagði jafnframt að lyf og ákveðið mataræði geti haft töluverð áhrif á fullnægingu karlmanna.

„Flestir karlmennirnir sem koma til mín vegna ótímabærrar fullnægingar segjast venjulega fá það á innan við tveggja mínútna,“ sagði Steinberg sem útskýrði einnig að meðal úthald karlmanna í kynlífi nemi um átta mínútur. 

Þunglyndislyf áhrifarík

Ýmsum kremum og úðum hefur verið komið á markað sem ætlað er að aðstoða getnaðarliminn örlítið með því að hafa deyfandi áhrif á hann. Sé getnaðarlimurinn ekki alveg í fullu fjöri þegar kynlífsathöfn er í þann mund að hefjast er mun líklegra að hann endist í töluvert lengri tíma en ella. 

Steinberg viðurkenndi þó að áhrifaríkustu lyfin við þessum kvilla séu þunglyndislyf. Hann sem sérfræðingur hefur lagt mat á karlmenn sem taka inn þunglyndislyf að staðaldri og borið þá saman við karlmenn sem gera það ekki. Sýndi Steinberg fram á að þunglyndislyfin höfðu seinkað sáðláti og fullnægingum hjá stórum hópi þeirra sem neyttu lyfjanna. Karlmenn sem höfðu neytt þunglyndislyfja tóku eftir verulegum breytingum í kynlífsathöfnum sínum á innan við tveimur vikum frá því lyfjameðferð hófst.

Ef þú átt við þennan vanda að etja er þér ráðlagt að panta tíma hjá heimilislækni til að ræða þín næstu skref. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda