Vilja karlar upp til hópa 45 kílóa konur?

Þær upplýsingar sem flæða upp á yfirborðið þessa dagana gefa …
Þær upplýsingar sem flæða upp á yfirborðið þessa dagana gefa tækifæri til breytinga. Það þarf að hafa trú á mannkyninu og skoða menningu þá sem við erum að alast upp í. mbl.is/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort all­ir karl­ar lands­ins séu ógeðsleg­ir karl­ar sem hlut­gera kon­ur. 

Hæ El­ín­rós.

Ég er 55 ára kona og verð að játa að ég triggeraðist mjög mikið þegar ég las það í frétt­um að þingmaður hefði sent skila­boð á vin sinn þess efn­is að hann hefði sofið hjá 45 kílóa konu – smokk­laust. Fyr­ir nokkr­um árum átti ég í ástar­sam­bandi við mann sem spáði aðeins of mikið í þyngd. Hann gerði stöðugar at­huga­semd­ir við hvað ég borðaði og ef ég fékk mér eitt­hvað sem er óhollt þá kleip hann í mittið á mér og spurði mig hvort ég hefði gott af þessu. Svona eft­ir á að hyggja var ég kom­in með þrá­hyggju fyr­ir mat og hugsaði stöðugt um að ég þyrfti að neita mér um eitt­hvað. Þegar við hitt­umst eft­ir vinnu­dag­inn vildi hann fá að vita í smá­atriðum hvað ég hefði borðað yfir dag­inn. Ef ég taldi eitt­hvað upp sem inni­hélt syk­ur eða mikla fitu snéri hann sér á hina hliðina þegar við vor­um kom­in upp í rúm og neitaði að sofa hjá mér. Þetta gerði það að verk­um að ég varð miklu sjúk­ari í sæt­indi og óholl­ustu og var alltaf að stel­ast til að borða því ég vildi ekki styggja hann.

Fyr­ir um tveim­ur árum dömpaði hann mér en þá var hann bú­inn að finna aðra mjórri og yngri til að vera með. Ég er búin að vera lengi að jafna mig og satt best að segja treysti ég mér ekki út á deit-markaðinn því ég er svo hrædd um að lenda aft­ur í klón­um á svona hræðileg­um manni. Þegar ég sá þessa frétt um þing­mann­inn hugsaði ég með mér hvort all­ir karl­ar væru svona. Hvað held­ur þú? Eru karl­ar svona upp til hópa?

Kær kveðja,

BB

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
El­ín­rós Lín­dal ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi. mbl.is/​Tinna Magg

Sæl­ar BB og takk fyr­ir spurn­ing­una þína. 

Ef ég dreg þetta sam­an sem þú ert að skrifa þá hljóm­ar það eins og þú haf­ir verið í sam­bandi við aðila sem var til í að vera í sam­bandi við þig. Eða svo lengi sem þú leist út eða hagaðir þér eins og hann vildi. Það er lít­il gagn­kvæmi í því og mikið til á hans for­send­um. 

Ef áhugi hans var ekki meiri en svo að það miðast við þyngd þína á vigt­inni þá gef­ur það til­efni fyr­ir þig að skoða á hvaða for­send­um þú fórst inn í sam­bandið. Hvað kom upp og hvað þú get­ur lært af slík­um sam­bönd­um?

Nú er ég ekki að fella neinn dóm yfir mönn­um sem vilja hafa kon­ur, 45 kg og afar mjó­ar, en í áfalla­fræðum gæfi það alltaf til­efni til að skoða. Hvað gerðist í æsku viðkom­andi? Sam­kvæmt viðmiðun­ar­mörk­um Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar WHO telj­ast þeir vera í kjörþyngd hafa lík­ams­mass­astuðul á bil­inu 18,5 til 24,9. Þeir sem hafa BMI und­ir 18,5 eru tald­ir vannærðir. 

Þegar karl­ar eru með óraun­hæf­ar kröf­ur á þyngd kvenna og eru komn­ir inn á þau svæði, þar sem börn til­heyra, frek­ar en full­orðnir, þá myndi ég staldra við og stoppa. Það er alls ekki eðli­legt né í lagi. 

Það er mjög al­gengt að við reyn­um að þókn­ast þeim sem við erum í sam­bandi við. Það er hins veg­ar ekki góður grunn­ur að byggja á og leiðir gjarn­an til meiri sárs­auka. Eitt sinn heyrði ég það, að höfuðsynd karla í sam­bandi væri egóið og kon­unn­ar þjón­ustu­lund­in.

Ég heyrði líka eitt sinn sögu af konu sem hafði alltaf svo mikl­ar áhyggj­ur á stefnu­mót­um um að karl­arn­ir sem hún hitti hefðu áhuga á henni. Föður henn­ar var farið að lít­ast illa á blik­una og bað dótt­ur­ina að hitta sig. Hann sett­ist niður með henni og sagði að kon­ur væru jafn­mik­ils virði og karl­ar. Hann fékk hana til að skoða af hverju hún spái ekki meira í því hvernig henni lit­ist á karl­ana sem hún væri að fara með á stefnu­mót, frek­ar en að vera að spá i hvernig þeim lit­ist á hana. Svo út­skýrði hann fyr­ir henni sinn eig­in karla-vina­hóp. Hvernig sum­ir sem gætu litið vel út við fyrstu sýn væru ekki góðir menn að gift­ast. Aðrir sem hún myndi kannski ekki reka aug­un í strax væru dá­sam­leg­ir menn sem hefðu staðið sig vel gagn­vart kon­um sín­um og börn­um. Hún þyrfti að vanda valið og gefa sér tíma í að kynn­ast þeim sem hana langaði í sam­band með. 

Þetta er nokkuð góð saga um hvernig mis­mun­andi viðhorf geta leitt okk­ur á nýja staði. Eins minn­ir sag­an okk­ur á að fólk er allskon­ar og í ein­um hóp - geta verið marg­ar út­gáf­ur af fólki. 

Ég held að kon­ur séu allskon­ar og karl­ar líka. Ég held hins veg­ar að menn­ing­in okk­ar sé þannig að stund­um hætti okk­ur til að horfa meira á út­lit kvenna og gáf­ur karla. Við þurf­um að breyta þessu og velja okk­ur maka, alþing­is­menn, stjórn­end­ur og leiðtoga sem eru heil­brigðir. Því ef við ger­um ekki neitt í mál­un­um þá held­ur þessi ómenn­ing áfram að áfalla kyn­slóðirn­ar sem á eft­ir koma. 

Það er ekki í lagi að fólk segi eitt og geri svo annað og al­veg eðli­legt að fólk þurfi að fá viðeig­andi viðbrögð við því. Það er bara full­orðins­legt og heil­brigt að taka ábyrgð á sér og af­leiðing­um hegðunar sinn­ar. Þú mátt því vera þakk­lát fyr­ir að vera ekki kær­asta þess sem er með reglu­stik­una í sam­bönd­um og ekki láta þér detta í hug í eina mín­útu að það verði eitt­hvað minna sárs­auka­fullt fyr­ir næstu konu að upp­lifa þetta. 

Kon­ur og karl­ar eru svo mikið meira virði en þyngd þeirra á vigt­inni. 

Með bestu kveðjur, El­ín­rós Lín­dal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda