Orðin of gömul fyrir kynlíf?

Eiginmaðurinn veltir fyrir sér hvort þau hjónin geti verið orðin …
Eiginmaðurinn veltir fyrir sér hvort þau hjónin geti verið orðin of gömul til þess að stunda kynlíf. Ljósmynd/Pexels/Pixapay

Sjötugur karlmaður hefur áhyggjur af því að fimm árum yngri eiginkona hans segist vera orðin of gömul fyrir kynlíf. Hjónin hafa ekki stundað kynlíf í nokkur ár en hann langar til að tendra neistann á ný. Hann spyr því ráðgjafa The Guardian hvort þau séu orðin of gömul. 

„Ég er sjötugur karlmaður sem nýtur þess að stunda kynlíf og vera náinn, en eiginkona mín sem er 65 ára, finnst hún of gömul fyrir þetta. Við sofum í sama rúmi en erum með kodda á milli okkar. Okkur gengur ekkert að ræða þetta og förum alltaf að kenna hvort öðru um. Hún hefur stundum bara sagt: „Gjörðu svo vel“, eins og það virki eitthvað. Á mínum aldri þarf maður forleik, sem ég nýt þess að veita og þiggja sömuleiðis.

Það eru nokkur ár síðan við áttum í nánum samskiptum. Í nokkurn tíma sváfum við saman á afmælum eða áramótunum, en það er hætt líka. Við erum bæði búin að léttast mikið og ýmislegt er farið að lafa og það eru hrukkur hér og það. Ég held að hluti af vandamálinu hafi verið er að hún tók eftir því þegar ég fann nýja hrukku eða eitthvað þannig sem hún var mjög meðvituð um.“

„Síðasta setningin þín gefur mér góða innsýn inn í hvað er grunnurinn af ykkar vandamálum, þannig við skulum byrja þar. Slæm sjálfsímynd og sjálfshatur eru oft ástæðan fyrir minni áhuga á kynllífi. Og það sem segir hvað mest til um löngun og þrá, er hvernig við sjáum okkur í samhengi við maka okkar. Þú sérð þig sjálfan, augljóslega, enn sem elskanda, en því miður ertu elskandi sem hefur ekki fengið útrás fyrir ástríðunni lengi. En hvernig heldurðu að eiginkona þín líti á sjálfa sig í samhengi við þig? Láttu henni líða eins og hún sé einstök, elskuð og kynþokkafull. Fyndu leiðir til að láta henni líða vel og finna fyrir ást þinni án þess að krefjast kynlífs. Hlustaði á það sem hún vill og ekki pressa á hana með neitt,“ svara Pamela Stephenson Connolly ráðgjafi The Guardian. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál