Erfir stjúpbarnið pabba sinn?

Unsplash/Tamara Bellis

Berglind Svavarsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem spyr út í föðurarf stjúpbarna sinna. 

Góðan dag.

Eiginmaður minn á eitt barn úr fyrra sambandi og við eigum tvö saman. Ef við þinglýsum heimild til að sitja í óskiptu búi, erfa þá börnin föður sinn hvert um sig að einum þriðja og börnin okkar tvö minn hlut til helminga að okkur látnum?

Kveðja, BB

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan dag og takk fyrir spurninguna.

Samkvæmt erfðalögum erfir maki þriðjung eigna en tvo þriðju erfa börnin að jöfnu. Falli eiginmaður þinn frá, erfir þú þannig þriðjung en 2/3 skiptast á milli barna hans þriggja. Fallir þú frá á undan eiginmanni þínum, erfir hann þriðjung en 2/3 skiptast á milli barnanna þinna tveggja. Eftir lát annars ykkar á hitt rétt á að sitja í óskiptu búi, með ykkar sameiginlegu niðjum, en sérstakt samþykki þarf til að koma af hálfu barns mannsins af fyrra sambandi ef eiginmaður þinn fellur frá á undan. Það þarf þó ekki að leita sérstaks samþykkis ef gerð er erfðaskrá, þar sem mælt er fyrir um rétt eftirlifandi maka til setu í óskiptu búi.

Kær kveðja, 

Berglind Svavarsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda