Hvernig minnkar fólk peningaáhyggjur?

Peningar vaxa ekki af trjánum - því miður.
Peningar vaxa ekki af trjánum - því miður. Unsplash.com/Micheile

Peningaáhyggjur eru stundum óumflýjanlegur hluti lífsins en hvað sem því líður, þá eru til leiðir til þess að minnka þær, enda er óþörf streita hvorki góð fyrir sálarlífið né almenna heilsu.

Rannsóknir hafa sýnt að mikill fjöldi fólks glímir við streitu tengda fjármálum og hefur það áhrif á afköst í vinnunni, svefninn og samband við maka. Sérfræðingar segja að lítil skref séu lykill að því að bæta fjárhagslega afkomu sína. Án þeirra er ekki hægt að gera stórar breytingar. Vertu raunsæ(r) um hversu langan tíma þetta mun taka. Breytingar af þessu tagi eru langhlaup og aðeins þú getur breytt þínu lífi.

Hér koma nokkur góð ráð:

Hvert eru peningarnir að fara?

Mælt er með því að fólk líti í eigin barm og skoði vandlega hvert peningarnir eru að fara. Því næst skal setja sér ákveðna fjárhæð til neyslu sem markmið og halda sig við hana. Það eru til fjölmörg forrit sem hjálpa manni að skoða neysluhegðun sína. 

Gakktu úr skugga um að þú fáir sem mest fyrir peninginn. Ekki kaupa óþarfa. Þegar fólk heldur sig við ákveðna upphæð, kemur það í veg fyrir að eytt sé um efni fram og aldrei að vita nema maður komi út í plús einn mánuðinn. Það minnkar streitu og áhyggjur að vita þessa hluti, hvað fólk á og hvað fólk hefur ekki efni á.

Talaðu við makann

Helsta ástæða skilnaðar eru fjárhagsáhyggjur. Þú skalt gefa þér tíma til þess að ræða fjármálin vandlega, hvað vekur streitu og hvaða markmið þið hafið í fjármálunum. Farið yfir málin reglulega og verið samstíga. Þegar fólk er samstíga í þessu verkefni og ræðir stöðuna reglulega, kemur það í veg fyrir átök og rifrildi ef einhver óvænt útgjöld dúkka upp kollinum.

Eignastu vin í sömu sporum

Finndu einhvern í þínu lífi sem hefur sömu markmið eða þarf sams konar hjálp og þú. Gerið samkomulag um að halda hvort öðru á beinu brautinni og hvetjið hvort annað áfram í að koma fjármálunum í gott horf. Þetta á við hvort sem þú ert einhleyp(ur) eða í sambandi. Stundum þarf maður bara smá hvatningu eða hjálp til þess að minnka áhyggjurnar. Þá er gott að hafa einhvern til þess að ræða við. Mundu, þú ert ekki ein(n) og það er alltaf einhver til staðar fyrir þig.

Hættu á samfélagsmiðlum

Það er mögulegt að fjárhagsstreitan sé til komin vegna ósanngjarns samanburðar á samfélagsmiðlum. Ef þú átt í vanda með að greiða reikningana um mánaðamót þá skaltu alls ekki bera þig saman við aðra og reyna að halda í við þá sem eiga allt það nýjasta og dýrasta. Ef þetta er farið að plaga þig þá skaltu hætta að fara á samfélagsmiðlana. Einbeittu þér að þér og stundaðu þakklæti í núinu.

Einbeittu þér að ástæðunni

Það er mikilvægt að vera alltaf með það bak við eyrað af hverju þú ert að taka til í fjármálunum. Kannski viltu búa við meira öryggi, betri andlegri heilsu, reyna að kaupa fasteign eða hvað sem er. Þá er maður líklegri til þess að þrauka í gegnum þetta tímabil og ná markmiðum sínum.

Verðlaunaðu sjálfa(n) þig

Í lok hvers mánaðar eða ársfjórðungs, ef þú hefur staðið við áætlun þína, þá skaltu veita þér verðlaun. Það gæti verið eitthvað eins og að fara út að borða með vinum eða ný flík í fataskápinn. En ekki missa þig og enda á byrjunarreit aftur!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda