Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson eru gestir hlaðvarpsþáttarins Betri helmingsins með Ása. Þórhildur er kynningarstjóri BHM og Hjalti er einn af stofnendum Kjarnans og yfir markaðsmálum Landsbankans.
Þau hnutu um hvort annað fyrir tveimur kjörtímabilum og eftir að hafa farið á fyrsta deit var ekki aftur snúið. Þórhildur segir frá því að hún hafi fyrst heyrt á Hjalta minnst þegar Kjarninn var stofnaður. Það sem kom henni mest á óvart, sem fjölmiðlamanneskja, var að hún vissi ekki hver hann var. Á þessum tíma var hún að vinna á Stöð 2 og þegar hún rakst á Hjalta á B5. Daginn eftir hitti Þórhildur Huldu vinkonu sína og spurði hana út í Hjalta.
„Hún horfir á mig og segir „þið eruð að fara að byrja saman“,“ segir Þórhildur og játar að hún hafi í framhaldinu óskað eftir að vera vinur hans á Facebook. Hann samþykkir vinabeiðnina og í framhaldinu fara þau að tala saman.
Á kjördegi fyrir átta árum hittust þau loksins á Kex eftir að hafa spjallað saman í nokkrar vikur. Yfirskinið var að hittast í kaffi en Hjalti segir að þau hafi nú aldrei drukkið neitt kaffi því þau hafi farið beint í bjórinn. Það hafi komið honum á óvart hvað Þórhildur drakk hraustlega og fannst honum það skemmtilegt.
Þórhildur var búin að mæla sér mót við vinkonu sína. Hún ætlaði að koma heim til Þórhildar og þær ætluðu að elda saman. En það var svo mikið fjör á deitinu með Hjalta að Þórhildur átti erfitt með að fara. Hún sendi því skilaboð á vinkonu sína að hún ætti bara að fara heim til hennar, byrja að elda og svo myndi hún koma.
„Þetta var besta deit allra tíma,“ segir Þórhildur og nú hefur deitið staðið yfir í átta ár, eða tvö kjörtímabil.
Hægt er að hlusta þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.