Konur sem fundu fjárhagslegt frelsi

Stundum þarf að hugsa hlutina upp á nýtt til þess …
Stundum þarf að hugsa hlutina upp á nýtt til þess að verða frjáls. mbl.is/Thinkstockphotos

Leitin að fjárhagslegu frelsi hefst ekki þegar maður nær ákveðinni krónutölu inni á bankareikningnum heldur þegar maður tileinkar sér visst hugarfar gagnvart peningum. Það þarf mikið hugrekki að taka skref í átt að marktækum breytingum hvað peningamál varðar. Fjórar konur ákváðu að taka málin í sínar hendur, breyttu um takt í lífinu og uppskáru ríkulega. Þær deila sinni sögu hér.

Sneri dæminu sér í hag

Rithöfundurinn Kelly Hayes-Raitt bauð sig fram til opinbers embættis fyrir áratug síðan. Hún tapaði og kosningabaráttan skildi hana eftir í miklum mínus fjárhagslega. Hún var stórskuldug og átti erfitt með að borga af húsnæðisláninu. 

Í stað þess að selja húsið ákvað hún að snúa dæminu sér í hag. Hún lagði í endurbætur á húsinu til þess að freista leigjenda. Hún leigði svo út húsið og fór sjálf á flakk. Hún hóf að passa hús fyrir aðra og smátt og smátt varð það hennar helsta atvinna. Nú ferðast hún um heiminn að passa hús. Uppihaldskostnaður hennar er töluvert lægri og hún er hamingjusamari og horfir björtum augum til framtíðar.

Þurfti að breyta um hugsunarhátt

Megan Driscoll hafði alla tíð látið stjórnast af hræðslu og skortshugarfari þegar kom að fjármálum. Hún rak fyrirtæki og hafði stöðugar áhyggjur af afkomu þess. Hún áttaði sig þó á því að hræðsla væri ekki vænleg til lengri tíma litið þegar kemur að því að reka fyrirtæki. Og það hvernig hún einblíndi á bókhaldið kom í veg fyrir að hún gat veitt öðrum þáttum fyrirtækisins athygli. Hún ákvað því að breyta viðhorfi sínu og einblína frekar á tækifærin.

Þessi breytti hugsunarháttur gerði það að verkum að orka hennar fór í meira gefandi tækifæri í fyrirtækinu. „Ef þú ert að uppfylla þínar þrár og langanir í vinnunni, þá eru peningarnir vissulega mikilvægir en samt ekki markmið í sjálfu sér.“

Sjálfstraust er mikilvægt

Katherine Conaway hætti í vinnunni til þess að verða verktaki. „Maður verður að hafa trú á sjálfum sér til þess að fórna föstum mánaðarlaunum,“ segir Conaway sem tekur að sér ráðgjafarverkefni. 

„Ég var mjög stressuð með fjármálin og óörugg með gildi mitt. En verkefnin komu og sjálfstraustið jókst. Enn í dag skammta ég mér naumt en kvíðinn og áhyggjurnar eru horfnar og ég hef fulla trú á mér. Þetta snýst um að leggja sig fram og vera þolinmóður.“

Fjárfesti í vinnuafli

Stephanie Smolder, stofnandi Tourist Exclusive, hafði alltaf fyrir reglu að ráða til sín ódýrt vinnuafl. Þannig gat fyrirtækið haldið starfsmannakostnaði niðri og náð fjárhagslegum markmiðum fyrirtækisins. En eftir tvö ár hætti þessi leið að virka. Hún þurfti að hugsa allt upp á nýtt og sá að betra væri að hafa færri starfsmenn en mjög klára og reynda sem hún gæti treyst fyrir mikilvægum verkefnum til þess að koma fyrirtækinu áfram.

„Um leið og ég ákvað að fjárfesta í mér og öðrum þá byrjaði fyrirtækið að vaxa á nýjan leik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda