Daði og Árný segja frá fyrsta kossinum

Eurovisionparið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir sögðu frá fyrsta kossi þeirra hjóna í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Fyrsti kossinn átti sér stað á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í Danmörku en þá voru þau Daði og Árný ekki orðin par. 

Daða og Árnýju ættu flest að þekkja, enda voru þau á meðal fulltrúa Íslands í Eurovision söngvakeppninni árið 2020 og 2021. 

„Það var árið 2010 og við fórum það sumar á tónlistarhátíð á Hróarskeldu. Þá erum við búin að vera vinir í tvö ár og kyssumst í gríni í röð á tónleikana, ég man það ekki,“ segir Árný um hvernig fyrsta kossinn bar til. Daði skýtur inn í að þau hafi verið á leið á tónleika með Nephew en Árný segist aðeins hafa verið að hugsa um kossinn ekki tónleikana.

„Ég var bara að hugsa um þennan koss. Þetta var svona Spider-Man koss,“ segir Árný og lýsir því hvernig Daði beygði sig yfir hana, enda skilja nokkrir tugir sentímetra þau að í hæð. Árný segir kossinn bara hafa verið grín en að svo hafi þau kysst aftur, og aftur á hátíðinni. 

„Svo komum við heim af Hróarskeldu og þá vildi ég ekkert með hann hafa,“ sagði Árný. Vinskapurinn hélt þó en sex mánuðum síðar, rétt fyrir jólin, kysstust þau aftur. 

„Svo á Þorláksmessu vorum við alveg mjög skotin í hvort öðru, svo annan í jólum ballinu, þá fórum við fyrr saman heim af ballinu,“ sagði Árný og morguninn eftir spurði Daði Árnýju hvort hún vildi verða kærastan hans. 

Í dag eru Daði og Árný hjón og eiga tvær dætur saman. 

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is

Daði Freyr og Árný Fjóla.
Daði Freyr og Árný Fjóla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda