Sparnaðarráð frá sérfræðingum

Nú er ráð að reyna að láta peningana endast lengur.
Nú er ráð að reyna að láta peningana endast lengur. Unsplash.com/Towfiqu

Nú þegar verðlagning fer hækkandi og það kostar meira að lifa þá er ekki úr vegi að taka saman örfá sparnaðarráð. Breski vefmiðillinn The Sun leitaði til sérfræðinga í heimi sparnaðar og spurði þá hvernig þeir færu með peningana sína.

Taka með nesti 

„Alltaf þegar ég get þá tek ég bara reiðufé með mér í búðir. Það kemur í veg fyrir að ég fari fram úr áætlun í eyðslunni. Þegar við fjölskyldan erum á ferðinni þá tek ég alltaf nesti með fyrir fjölskylduna. Þá þurfum við ekki að stoppa á kaffihúsum eða veitingastöðum og forðumst líka allar raðir í vegasjoppunum. Það minnkar allt stress og er gott fyrir pyngjuna,“ segir Jo Thornhill sem skrifar fyrir MoneySupermarket.

Nýta sér afslætti og tilboð

Ég reyni alltaf að kaupa í matinn í lok dags. Þá er kannski kominn afsláttur á margt. Það er gott að nýta sér öll tilboð sem eru í gangi.

Elda í stórum skömmtum

„Ég hef vanið mig á að elda í stórum skömmtum eins og til dæmis einhverja kjötkássu eða hakk og spagettí. Þetta frysti ég svo í minni einingar. Þetta sparar bæði hráefniskostnað og tíma. Ég stelst síður í skyndibita ef ég veit ég á eitthvað gott í frystinum. Svo hef ég vanið mig á að skipta brauðinu í nokkrar einingar og frysti. Þá fer það síður til spillis.“

Með marga reikninga í gangi

„Ég passa mig alltaf á að færa ákveðna upphæð inn á reikning sem ég snerti ekki. Að vera með nokkra reikninga í gangi tryggir það að maður eigi fyrir óvæntum útgjöldum.“

Lesa umsagnir

„Passaðu þig á að skoða alltaf umsagnir annarra á netinu áður en þú kaupir dýr heimilistæki. Þá er líka gott að ganga úr skugga um að tækinu fylgi ábyrgð í einhver ár. Svo skaltu líka athuga sendingarkostnað. Það er stundum ódýrara að kaupa dýrt tæki sem endist en ódýrt tæki sem eyðileggst eftir örfá ár.“

Fylgstu með öllum áskriftunum

„Ég passa mig alltaf að endurskoða allar áskriftir reglulega. Ef ég er ekkert á leið í ræktina þá hætti ég áskriftinni þar. Svo má líka reyna að hafa samband við viðkomandi fyrirtæki og athuga hvort það sé hægt að frysta áskriftina í einhvern tíma. Oft vilja þeir gera allt til þess að halda manni sem viðskiptavin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda