Hvernig skiptist séreign hjóna sem eiga ekki börn saman?

Ljósmynd/Colourbox

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá mann­eskju sem velt­ir fyr­ir sér hvernig séreign hjóna sem eiga ekki börn saman skiptist. 

Góðan dag

Um er að ræða hjón sem eiga eingöngu börn úr fyrri hjónaböndum. Þau eru búin að gera erfðaskrá um að það sem lifir lengur situr í óskiptu búi. Nú erfir maki foreldri og hefur foreldri í erfðaskrá sagt að eigi að vera séreign. Hvernig fer með þá séreign ef til dæmis maki borgar fyrir rekstur, ferðir erlendis og fleira af þessum arfi. Hvernig skiptist búið þegar bæði eru dáin? Fá börn hins makans þessa séreign?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Ef skipti á dánarbúi fer fram eftir lát beggja hjóna, þá fellur niður lögmæltur erfðaréttur hins langlífara eftir hið skammlífara. Ef séreigninni er ekki skipt sérstaklega þegar sá sem lifir lengur sest í óskipt bú þá hefur hann frjáls yfirráð yfir henni og að lokum einmitt erfist hún beint til barna þess sem átti séreignina þar sem erfðarétturinn fellur niður milli hjónanna eftir andlát beggja.

Þetta þýðir hvað varðar séreignir að skipta á þeim strax þegar sest er í óskipta búið.

Kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður.

Þú get­ur sent lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál