Einföldu peningaráðin sem eiga til að gleymast

Peningar eru vandmeðfarnir.
Peningar eru vandmeðfarnir. mbl.is/Golli

Til eru fjölmörg peninga- og sparnaðarráð að ógerningur er að fylgja þeim öllum. Þrátt fyrir það eru til sígild ráð sem standa tímans tönn en eiga það til að gleymast í hvirfilbylnum sem lífið getur verið. The Business Insider tók saman nokkur einföld en afar mikilvæg ráð sem allir ættu að hafa bakvið eyrað.

1. Byrjaðu á að borga þér

„Fólk er enn ekki búið að ná tökum á þeirri staðreynd að það þarf að taka til hliðar upphæð af öllu því sem það þénar,“ segir David Bach rithöfundur og milljónamæringur. Hann segir að meðal Bandaríkjamaðurinn setji í sparnað því sem nemur 15 mínútum á dag af tekjum sínum þegar það ætti að vera nær klukkutíma á dag.

Hann bendir á niðurstöður kannana sem sýna að fæstir eigi fyrir óvæntum útgjöldum sem nema um 400 dollara eða um 57 þúsund íslenskra króna. Þrátt fyrir það eru milljónir manna sem kaupa sér Starbucks kaffi dag hvern og stefna á að kaupa sér nýjasta snjallsímann. Bandaríkjamenn eiga þar af leiðandi pening en eru bara ekki að setja hann í sparnað.

Bach mælir með að fólk borgi sér fyrst. Láti taka sjálfkrafa af laununum hvern mánuð, inn á reikning sem ekki er hægt að snerta. Þannig byggir maður upp fjármagn.

2. Varaðu þig á að detta í sífellt flottari lífsstíl

Þrýstingurinn að halda í við vinahópinn getur verið mikill. Kannski eru vinirnir að kaupa flottari bíla en þú eða búa í dýrari húsum. En ef þú ert ekki þar fjárhagslega þá skaltu ekki einu sinni reyna að fara þangað!

„Ég kalla þetta þegar lífsstíllinn aftan að manni. Það er mikilvægt að halda föstum útgjöldum stöðugum og í takti við það sem maður þénar,“ segir Katie Brewer fjármálaráðgjafi.

„Að halda vel utan um endurtekin útgjöld tryggir það að útgjöldin læðist ekki aftan að manni og setji allt úr skorðum. Ef þú ert hins vegar á góðum launum þá máttu eyða peningum eins og þú vilt svo lengi sem lífsstíllinn taki ekki yfir og verði dýrari en það sem þú hefur efni á.“

Í hnotskurn: Ekki eyða um efni fram!

3. Nýttu þér mótframlag launagreiðanda

Mótframlag launagreiðenda er mikill kostur og sá sem fer í mis við það er í raun að hafna launahækkun sem því nemur. Þetta eru ókeypis peningar, ekki láta þá framhjá þér fara.

4. Hafðu neyðarsjóð tiltækan

Þetta er aldrei spurning um hvort eitthvað komi upp á heldur hvenær. „Það skiptir ekki máli hversu skipulagður maður er, stundum gerast hlutir sem maður hefur enga stjórn á,“ segir Bach.

„Fólk getur misst vinnuna, heilsuna, makann sinn. Efnahagslífið getur tekið dýfu, hlutabréf fallið og fyrirtæki farið á hausinn. Kringumstæður breytast. Ef það er eitthvað sem þú getur treyst á í lífinu það er hversu hverfult það er.“

Flestir fjármálasérfræðingar mæla með því að spara pening sem nemur þremur til níu mánaða útgjöldum sem hægt er að nota þegar allt fer í kaldakol. Þá þarftu síður að reiða þig á velvild fjölskyldumeðlima eða stofna til mikilla skulda.

5. Borgaðu upp kreditkortið

„Stundum eru kreditkort eins og ókeypis peningar...þar til reikningurinn berst manni! Stundum er freistandi að ýta reikningunum á undan sér og safna upp dýrum vöxtum. Ekki gera það. Borgaðu upp reikninginn um hver mánaðamót.

6. Ekki samt sitja á of miklum peningum

„Þó að það sé mikilvægt að spara þá er líka mikilvægt að ávaxta peningana vandlega ef maður á þá. Ekki láta þá bara sitja inni á reikningi sem gefur litla sem enga vexti. Kynntu þér möguleikana á að ávaxta peningana betur. Hvort sem um er að ræða bundinn reikning með hærri vöxtum eða blandaðan fjárfestingasjóð.“

7. Borgaðu fyrst niður skuldirnar sem hafa hæstu vextina

„Þú græðir meira á því að borga niður skuld sem ber mikla vexti heldur en að reyna að ávaxta peningana á meðan.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda