Ertu að kafna í sambandinu?

Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

„Líður þér stundum eins og þú sért að kafna í sambandinu þínu? Er stundum eins og makinn þinn sé svo þurfandi og háður þér að það er ekki ósvipað því að vera með barn á framfæri? Langar þig stundum að flýja í eitthvað sem veitir þér spennu, til dæmis mikið vinnuálag og streitu, krefjandi heilsurækt, jaðarsport eða jafnvel að daðra við annan aðila, bara til að fá einhvern létti og gleði í lífinu,“ spyr Valdimar Þór Svavarsson sérfræðingur í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody í nýjum pistli á Smartlandi:

Ef svo er þá eru þetta eru merki um ákveðin undirliggjandi vandamál sem margir eru að takast á við í sambandi sínu og upplifa jafnvel að þetta eigi sér stað aftur og aftur, jafnvel þó þeir fari úr einu sambandi yfir í annað.

Eðlilega velta sumir því fyrir sér af hverju í ósköpunum þeir endi með maka sem virðist ekki geta staðið almennilega á eigin fótum og virðast svo háðir sambandinu og makanum sínum að það tekur alla orku frá þeim. Það gera sér fáir grein fyrir því að þetta er í flestum tilvikum sjálfskapaður vandi og tengist fræðum sem kallast ástarfíkn og ástarforðun (e. Love addiction - love avoidant) og er ástand sem háir gríðarlega mörgum um heim allan.

Ástæðurnar fyrir því að einstaklingar „lenda“ í svona samböndum eru vegna þess að þeir kalla það í raun yfir sig með ákveðnum karaktereinkennum sem kallast að vera bjargvættur. Bjargvættir eru góðir í að laða að sér einstaklinga sem eru af ákveðnum ástæðum í þörf fyrir að einhver bjargi sér, einstaklingar sem þrá nánd og tilfinningar á ýktan hátt, eitthvað sem kallast ástarfíkn.

Í báðum tilvikum eru orsakir að finna í því að alvarlegar skekkjur áttu sér stað í uppvextinum sem veldur því að þessir aðilar koma til leiks út í lífið annað hvort með ýkta þörf fyrir viðurkenningu, nánd og tilfinningar eða hafa ekki getuna til að veita nánd og vera í tilfinningaríku sambandi en eru góðir í að bjarga þeim sem þurfa að láta bjarga sér.

Hægt er að senda fyrirspurnir á Valdimar með því að smella HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda