Íhugar skilnað vegna golfsýki eiginmannsins

Íslenskur karl ver öllum sínum frítíma á golfvellinum. Eiginkonan er …
Íslenskur karl ver öllum sínum frítíma á golfvellinum. Eiginkonan er að gefast upp og leitaði ráða. Mick Haupt/Unsplash

Theo­dór Franc­is Birg­is­son, klín­ísk­ur fé­lags­fræðing­ur hjá Lausn­inni, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er ósátt við mann­inn sinn. 

Hæ! 

Við maður­inn minn höf­um aldrei verið neitt sér­lega tekju­há og ég hef reynt að leggja mikið á mig til þess að við eig­um meiri pen­inga á milli hand­anna. Ég hef til dæm­is skúrað í auka­vinnu og kaupi sjaldn­ast eitt­hvað fyr­ir sjálfa mig. Hann hins veg­ar get­ur ekki sleppt neinu. Hann er til dæm­is á kafi í golfi og öll sum­ur eru und­ir­lögð í því hjá hon­um. Þetta ger­ir það að verk­um að hann er ekk­ert með okk­ur fjöl­skyld­unni yfir sum­arið. Þetta kost­ar fullt af pen­ing­um en auk þess þarf hann að vera með áskrift­ir af öll­um sjón­varps­stöðvum sem selja íþrótta­efni. Þegar ég bið hann um að segja upp eitt­hvað af þess­um áskrift­um fer hann í fýlu og það end­ar alltaf með því að ég bakka með allt og fer svo að sleikja úr hon­um. Ertu með eitt­hvað ráð hvernig ég geti náð til hans, annað en að skilja við hann? 

Kær kveðja, 

G

Theodór Francis Birgisson er klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar …
Theo­dór Franc­is Birg­is­son er klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skyldu­fræðing­ur. Hann starfar sem ráðgjafi hjá Lausn­inni.

Sæl G. 

Ef þú elsk­ar mann­inn þinn og ef þig lang­ar til að verða göm­ul með hon­um þá þarftu að finna út hvort hann elsk­ar þig og hvort hann vill verða gam­all með þér. Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir hann að eiga sér tóm­stund­argam­an og gera eitt­hvað fyr­ir sjálf­an sig eins og það er líka mjög mik­il­vægt fyr­ir þig að gera slíkt hið sama. En það VERÐUR líka að vera tími fyr­ir ykk­ur tvö sam­an. Hann ætti því ekki að þurfa að velja á milli þín og golfs­ins, það ætti ekki að vera annað hvort eða, en án nokk­urs vafa þá þarf sam­bandið ykk­ar að skipta meira máli en golfið. Það snýr einnig að fjár­mun­um. Streita og álag í fjár­mál­um set­ur fleiri par­sam­bönd í strand en fram­hjá­höld. Hann verður eins og þú og við öll að ráðstafa eft­ir getu, ekki eft­ir áhuga­mál­um. Mér sýn­ist þinn maður því þurfa að ákveða hvort hann vilji „fjár­festa“ í tíma með þér og þið þurfið síðan sam­eig­in­lega að koma að stýr­ingu og öfl­un á tekj­um. En um­fram allt þurfið þið að geta rætt um þessi mál og ef ykk­ur tekst það ekki án ut­anaðkom­andi hjálp­ar þá ættuð þið að leita ykk­ur aðstoðar. Ég vona að þetta hjálpi, gangi þér vel með allt.

Kær kveðja,

Theo­dór.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent hon­um spurn­ingu HÉR.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda