Grunar að eiginmaðurinn haldi framhjá

Íslenskri konu grunar að eiginmaðurinn sé farinn að halda framhjá.
Íslenskri konu grunar að eiginmaðurinn sé farinn að halda framhjá. Maria Teneva/Unsplash

Theo­dór Franc­is Birg­is­son, klín­ísk­ur fé­lags­fræðing­ur hjá Lausn­inni, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Hæ! 

Ég og maður­inn minn erum búin að vera sam­an í 18 ár núna. Fyrst um sinn var afar mik­il nánd í sam­band­inu en hún hef­ur horfið smám sam­an vegna barna­upp­eld­is og skuldasúpu. Það er svo eriftt að vera á bleiku ástar­skýi þegar end­ar ná ekki sam­an. Nú grun­ar mig að hann sé far­inn að halda fram­hjá mér. Hann byrjaði í nýrri vinnu í fyrra og skyndi­lega er hon­um meira um­hugað um út­lit sitt. Hann er alltaf að tala um hvað sam­starfs­kona hans er næs og sniðug. Og í raun svo­lítið að segja við mig óbeint að ég eigi að vera eins og hún. Ef ég á að vera al­veg hrein­skil­in þá finnst mér þessi kona ekk­ert spenn­andi og frek­ar hallæris­leg ef það er eitt­hvað. Hvernig er hægt að rétta kút­inn af í sam­band­inu? Er hægt að snúa til baka? Hvað legg­ur þú til að ég geri til þess að reyna að muna að ég sé ennþá hrif­in af hon­um og elski hann í raun og veru? 

Kveðja, B

Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar …
Theo­dór Franc­is Birg­is­son er klin­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skyldu­fræðing­ur. Hann starfar sem ráðgjafi hjá Lausn­inni.

Sæl og blessuð B og takk fyr­ir bréfið.  

Þessi staða sem þið eruð í hljóm­ar veru­lega kunnu­lega. Það sem skipt­ir mestu máli í þess­um aðstæðum er að vita að það er hægt að snúa þessu við. Það krefst þess hins veg­ar að þið viljið það bæði. Það er aldrei eins manns verk að laga sam­band. Það fyrsta sem þarf að gera er því að setj­ast niður og ræða hvort það sé raun­veru­leg­ur áhugi hjá hon­um til að laga sam­bandið ykk­ar.

Ef vilj­inn er gagn­kvæm­ur hjá ykk­ur báðum eruð þið strax búin að leysa stærsta vanda­málið. Næsta spurn­ing væri þá „hvers þarfn­ast þú frá mér“ og það er spurn­ing sem þið þurfið að geta spurt hvort annað eins lengi og þið eruð í par­sam­band­inu. Eðli allra vanda­mála í par­sam­bandi eru óupp­fyllt­ar vænt­ing­ar og þess­ar vænt­ing­ar geta verið í all­ar átt­ir. Þær geta verið kyn­ferðis­leg­ar, fjár­hags­leg­ar, fé­lags­leg­ar og alls kon­ar. Þið þurfið að ræða þessi mál fram og aft­ur.

Eina leiðin fyr­ir ein­stak­ling í par­sam­bandi til að geta mætt vænt­ing­um maka síns er að vita hver vænt­ing­in er. Síðan er hægt að taka af­stöðu hvort viðkom­andi geti og eða vilji mæta viðkom­andi vænt­ing­um. Ef hann hins veg­ar kemst að því að hann vill alls ekki laga sam­bandið þá verður því aldrei bjargað. Ég vona að þetta hjálpi þér og ég óska þér alls góðs.

Kær kveðja,

Theo­dór  

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda