Svona kynntist Edda ástinni

Leiðir áhrifavaldsins og hlaðvarpsstjórnandans Eddu Falak og glímukappans og þjálfarans Kristjáns Helga Hafliðasonar láu fyrst saman í Mjölni. Edda og Kristján byrjuðu saman árið 2021 en þá höfðu þau vitað hvort af öðru í langan tíma.

„Ég er búinn að vera besti vinur bróður hennar Eddu í svona 6 ár. Edda bjó náttúrulega í Danmörku þannig ég hafði ekki hitt hana mjög oft. Svo reyndar vorum við saman í Mjölni árið 2011 þegar ég var 14 ára og hún tvítug,“ segir Kristján í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn, en þau Edda voru gestir Ása nú á dögunum. 

Sex ár skilja þau Eddu og Kristján að, en það var ekki fyrr en að Edda flutti heim frá Danmörku að þau kynntust fyrir alvöru. 

Tíu dögum eftir að Edda flutti heim var crossfit-mót haldið í Mjölni og langaði Eddu að keppa. Hana vantaði þó liðsfélaga og segir að hún hafi fengið ábendingu um að heyra í Kristjáni. Hún gerði það og hann sagðist vera klár. 

„Ég hafði náttúrulega ekki hugmynd að þú hafðir ekki gert burpees í lífi þínu,“ segir Edda á léttu nótunum, en þá hafði Edda æft crossfit í mörg ár en Kristján verið meira í bardagaíþróttum. Svo fór að þau kepptu saman en Edda hafði sett þeim markmiðið að vinna mótið.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda