„Mér finnst hundleiðinlegt að vera ein“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er komin með sitt eigið hlaðvarp. Það …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er komin með sitt eigið hlaðvarp. Það heitir Krassandi konur. Ljósmynd/YouTube.com

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er byrjuð með hlaðvarp sem nefnist Krassandi konur. Í fyrsta þættinum ræðir hún við Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu en lesendur Smartlands þekkja hann vel en hann hefur svarað spurningum frá lesendum um árabil. 

Í þættinum tala þau um hvernig hægt er að lifa hamingjusömu lífi eftir áföll og hvort það sé hægt að byggja upp samband eftir framhjáhald. 

Hvar drögum við mörkin varðandi hegðun á samfélagsmiðlum? Er í lagi kvæntir menn setji hjarta við myndir af ungum stúlkum? Er í lagi þegar kvæntir menn sendi konum kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum? 

Talið best líka að samböndum. Ásdís Rán segir að henni finnist hundleiðinlegt að eiga ekki kærasta. 

„Mér finnst ég ekki nóg ein. Mér finnst erfitt að vera á lausu því það er of mikið áreiti. Mér finnst hundleiðinlegt að vera ein,“ segir Ásdís Rán og Valdimar segir að það sé ekkert að því. Það sé eðlilegt að fólk vilji para sig með öðru fólki. 

Valdimar segir að það séu til margar tegundir af samböndum og það sé mjög mikill munur á venjulegu sambandi og innihaldsríku sambandi. 

Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda