„Ég veit ekki hvort við sváfum saman“

Hún var búin að vera skotin í honum lengi þegar …
Hún var búin að vera skotin í honum lengi þegar þau hittust á vinnudjammi sem fór úr böndunum. Logan Weaver/Unsplash

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu 

Góðan dag­inn,

Nú er ég í sjálf­skapaðri klípu. Þannig er mál með vexti að á vinnu­djammi fyrr í mánuðinum fór ég heim með ein­um sam­starfs­manni mín­um. Ég var búin að vera skot­in í hon­um svo­lítið lengi, en ég er ekki viss um að hann vissi hvað ég héti fyrr en á þessu djammi. Vanda­málið er að ég veit ekki hvort við sváf­um sam­an því ég var svo rosa­lega drukk­in þetta kvöld. Þegar ég vaknaði heima hjá hon­um um morg­un­inn gat ég ekki hugsað um annað en að drífa mig heim. Þorði ekki að vakna með hon­um og laumaði mér þar af leiðandi út. Hann er ekki bú­inn að senda mér neitt eft­ir þetta. Við höf­um þó heils­ast á kaffi­stof­unni. Hvernig á ég að nálg­ast hann og ræða við hann um hvað gerðist, eða gerðist ekki? Enn frem­ur lang­ar mig líka að reyna að koma þessu sam­bandi okk­ar áfram. Hvernig kemst ég að því hvort hann hafi áhuga á að hitta mig utan vinnu?

bestu kveðjur,

ein ráðalaus

Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son fyr­ir­les­ari og ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu.

Góðan dag­inn og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Fljótt á litið lít­ur út fyr­ir að verk­efn­in eða svör­in sem þú gæti hugs­an­lega þurft að líta á hafi ekk­ert með mögu­legt sam­band að gera. Ef maður end­ar svo drukk­inn að maður man ekki hvað gerðist og veit ekki hvar maður er þegar maður vakn­ar, þá er ágætt að skoða það áður en farið er í nýtt ástar­sam­band.

Það get­ur öll­um orðið á í drykkj­unni og marg­ir þekkja það vel að hafa fengið sér ein­um of mikið. Það er samt tals­verður mun­ur á því og að muna ekk­ert hvað ger­ist þegar maður drekk­ur. Ég mæli með að þú skoðir það og hvort það sé mögu­legt að þú sért að nota í stað þess að njóta áfeng­is­ins. Marg­ir eiga við þann vanda að stríða að líða ekki vel með sjálf­an sig og nota áfengi til þess að deyfa þess­ar til­finn­ing­ar.

Að sama skapi eru marg­ir að leita í sam­bönd til þess að fylla á eitt­hvað tóma­rúm, sem ætti að fylla á með öðrum hætti - eru að nota sam­bönd í stað þess að njóta. Þú ert í raun búin að svara spurn­ing­unni sjálf hvort hann hafi áhuga á að hitta þig utan vinn­unn­ar. Hann hef­ur ekki haft sam­band og ekki talað við þig, hvorki um þessa nótt né fram­hald á ykk­ar sam­bandi. Er það ekki svarið við þess­ari spurn­ingu?

Kær kveðja, 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda