Ástfangin af samstarfsmanni – hvað er til ráða?

Izumi/Unsplash

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er heit fyr­ir yf­ir­manni sín­um og veit ekki hvað er til ráða. 

Hæhó! 

Ég byrjaði í nýrri vinnu fyr­ir 6 mánuðum síðan. Á þessu hálfa ári hef ég orðið mjög náin ein­um manni. Hann er rúm­um tíu árum eldri en ég og er í mill­i­stjórn­enda­stöðu í fyr­ir­tæk­inu. Hann er samt ekki beinn yf­ir­maður minn. Hrifn­ing­in er gagn­kvæm og hann er bú­inn að segja mér að hann langi til að taka sam­band okk­ar, sem er bara vinnu­sam­band eins og er, á næsta stig. Ég er frek­ar óviss með þetta allt, því þó ég sé hrif­in af hon­um, þá vil ég líka hugsa um framtíð mína í vinn­unni. Ég er búin að mennta mig í þessu fagi og lang­ar til að ná langt. Ég vil ekki að sam­bandið hafi áhrif á vinn­una mína. Í fyr­ir­tæk­inu sem við vinn­um hjá er ekk­ert sem bann­ar það að starfs­fólk dragi sig sam­an, ég er búin að spyrj­ast fyr­ir um það. Hvað ætti ég að gera?

Kveðja, PK

Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son fyr­ir­les­ari og ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu.

Góðan dag­inn og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Það er með þetta eins og svo margt annað að í flest­um til­vik­um er bein­lín­is óráðlegt að gefa öðrum ráð. Á end­an­um stend­ur maður og fell­ur með eig­in ákvörðunum og aðrir geta ekki tekið þær fyr­ir mann. Við stönd­um öll frammi fyr­ir því að þurfa að taka ákv­arðanir og velja á milli mögu­leika á hverj­um degi. Það sem veld­ur mest­um erfiðleik­um er tím­inn sem líður á meðan við höf­um ekki tekið ákvörðun, óviss­an er erfiðust. Þegar búið er að taka ákvörðun mun svo tím­inn ein­fald­lega leiða í ljós hvaða lær­dóm má draga af ákvörðun­inni sem var tek­in. Það er varla neitt til sem heit­ir „röng ákvörðun“, ekki nema þær sem bein­lín­is skaða aðra. Ákvörðun er bara ákvörðun og svo lær­ir maður eitt­hvað af henni eða ekki.

Það get­ur eng­inn spáð fyr­ir um hvaða af­leiðing­ar verða af ákvörðun­inni sem þú ert að velta fyr­ir þér. Hvort sam­band gangi eða ekki leiðir tím­inn í ljós, hvort þetta hef­ur áhrif á vinn­una þína eða ekki mun tím­inn líka leiða í ljós. Stund­um er sagt að þegar maður er að leita að svari við ákvörðunum þá eigi maður að segja já, nei eða bíða. Þú þarft kannski að velta því fyr­ir þér hvað inn­sæið er að segja þér í þessu til­viki og taka ákvörðun­ina út frá því, fyr­ir hverju finn­ur þú frið. Það hef­ur reynst best á end­an­um.

Kær kveðja, 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda